Auðvitað
7.9.2008 | 22:40
Ég skora á viðsemjendur ljósmæðra að semja við þær strax. Þetta er náttúrlega alveg skandall,- að fólkið sem tekur á móti nýjum Íslendingum sé vanmetið svona. Hvurs virði er nám ? Endalaust verið að flytja háfleygar ræður um mikilvægi menntunar,- en þessi mennun er nú ekki mikilvæg, í augum sumra greinilega.
p.s. alveg er ég viss um að það væri löngu búið að semja um góð laun ef það væru karlar sem fæddu börnin !!
Fjölmenni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei ég er ekki viss um að það væru eitthvað betri laun í boði ef það væru karlmenn sem fæddu börn. Málið er bara að öll störf sem snúast um það að sjá um fólk, kenna því, hjúkra og annast eru lægst metin hlutfallslega. Undarlegt, því að svo eru störfin sem snúast um dauða og ósýnilega hluti þau best borguðu. Verðum að fara að breyta þessum hugsanahætti, þetta er orðin skelfileg þróun.
Guðmundur Bergkvist, 8.9.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.