Okur....

Það er alveg með ólíkindum verðið á flugi innanlands.  Og mikið þætti mér gaman að vita hvað koma mörg Spar-Bónus-Netsæti-Nettilboð-Sértilboð...sæti inn í hverja vél,- og í hve margar vélar á viku !! 

Ég er semsagt að fara suður,- að ljúka við að tæma í Hveró.  Hugmyndin var að ég tæki Kolfreyju með mér og Bogi yrði heima með Lúkas. ( Nota tímann í svona "bonding"). 

Og ég fór að bóka...á netinu.  Byrjaði meira að segja á þriðjudag,- en þá ættu nú tilboðin að vera til.  Í stuttu máli sagt,- engin tilboð, eingöngu til Forgangur ( 13.130 kr. önnur leið bara ég ),eða Ferðasæti ( 11.370 kr. önnur leið, bara ég).  5630 kostaði fyrir Kolfreyju.  Ég prófaði aftur og aftur,- þriðjudag,- miðvikudag og í dag.  Allt við hið sama.  Í dag prófaði ég að setja bara mig inn ( barnlausa) og viti konur ( og menn mega líka vita) þá kom upp Sparsæti,- kr.9730 ( önnur leið, bara ég).  Hmmm, þetta var nú e-hvað skrítið,- setti mig aftur inn með Kolfreyju og þá datt Sparsætið út.  En sniðugt,- græða á þeim sem eru að ferðast með börn,- ekki boðið upp á Sparsæti ef barn er í fylgd með þér !!  Gat ekki bókað mig eina í Sparsæti og síðan Kolfreyju, því það má ekki bóka börn ein,- og ef ég bóka hana með mér í gengum síma,-rúmlega 11000 kr. takk fyrir.

Nú er það bara ???? að aka suður eða fara ein í Sparsæti

driving


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alveg er þetta fáránlegt! Hef aldrei getað skilið flugfargjöld á Íslandi!

Ragna (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Þessi verð eru fáránleiki - hvar eru 4000 krónu fargjöldin???? Ég væri eiginlega til í að fækka ferðum og hafa þær ódýrari...

Þetta með börnin er líka alveg úti í hött, á tímabili kostaði nú bara 1500 kall fyrir þau - er það líka búið???

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 5.9.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Og Jónína,- hvernig er þetta hjá þér,- Egilsstaðir/Reyk.  Mínar tölur eru nú bara Akureyri/Reykjavík.......og finnst nóg um. 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Fáránlegt og týpiskt.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband