Hr. Sigurbjörn Einarsson...

...var í mínum huga alltaf Biskupinn.  Þó aðrir biskupar kæmu og færu, þá var hann Biskupinn.  Ljúfur og góður maður.  Kynntist honum lítil stúlka á Kolfreyjustað og heillaðist gjörsamlega af manninum.  Ég er ekki viss um hve gömul ég var þegar ég náði mér í skæri og klippti kollvik upp í hárið á mér,- allt til að líkjast Biskupnum ;)  Hann og frú Magnea voru góðir vinir mömmu og pabba og því hitti ég þau oft, sérstaklega á yngri árum.  Við yngra hollið vorum einmitt að rifja upp um daginn hvað hr. Sigurbjörn var barngóður og mikill dýravinur.  Síklappandi kisunum og Sámi og fór í langa göngutúra upp í fjall heima með Sám.  Síðast sá ég hann í jarðarförinni hennar mömmu í vor.  Sprækur, ljúfur og indæll.  Blessuð sé minning hans. 
mbl.is Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herra Sigurbjörn Einarsson er einhver mesta og besta persóna sem ég hef kynnst. Ein sú yndislegasta manneskja sem Ísland hefur alið. Og ekki var Frú Magnea síðri. Mikill söknuður að horfa á eftir þeim en þetta er það eina sem við vitum. Guð blessi þau bæði.

                      Kveðja Guðný

Guðný sys (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:50

2 identicon

Á mínum uppvaxtarárum var ég frekar smávaxinn eftir aldri. Þegar ég var 12 ára hitti ég Sigurbjörn sem gaf sig á tal við mig. Eftir að hafa sagt honum nafn mitt og hve gamall ég var klappaði hann mér á kollinn og sagði: Þú ert stór strákur! Þetta þótti mér afar vænt um enda hafði slíkt aldrei verið sagt við mig áður. Það var svo ekki fyrr en tæpum þrjátíu árum síðar að hann kom í kaffi í Templarann að ég gat þakkað honum þessi fallegu orð. Þá sagði hann að fólk mætti oftar hugsa um það hvað það segði við börn og hvernig

Albert Eiriksson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband