Kolfreyjustaður
20.8.2008 | 23:21
Yndislega fallegur staður, góð jörð, falleg og gömul sveitakirkja og dásamlegt hús. Íbúðarhúsið á Kolfreyjustað var byggt árið 1960, þannig að ekki er það gamalt hús. Við fjölskyldan bjuggum þar allt til ársins 1994 er pabbi lét af embætti. Í hans tíð var þetta hús byggt og ætíð vel um það hirt og viðhaldið. Ætli það hafi ekki verið einangrað og klætt að utan u.þ.b. 1987. Ég man ekki betur en að okkur hafi ætíð verið hlýtt og þetta var notalegt hús. Ekki var heilsuleysinu á okkur fyrir að fara, mamma reyndar alltaf að glíma við afleiðingar af berklunum, pabbi við hinn arfgenga hjartasjúkdóm en við systkinin ætíð heilsuhraust.......með afbrigðum !! Fimm erum við systkinin sem ólumst upp á Kolfreyjustað, auk tveggja fósturbræðra, þrjú barnabörn fengu þar uppeldi fyrstu árin sín og í fríum seinna meir, fyrir utan alla sem voru í sveit heima og gott ef ekki var farskóli þar um tíma. Ekki hef ég heyrt af neinum sem er með sjúkdóma sem rekja megi til þessa yndislega húss.
Þegar pabbi lét af embætti seinnipart árs 1994 var jörðin, æðarvarpið og húsið tekið út !! og fékk 100% umsögn. En núna 14 árum seinna er annað hljóð í þeim er þar búa. Húsið sagt handónýtur hundakofi, ískalt og fullt af hættulegum sveppum. Hvernig getur staðið á því að svo sé komið fyrir húsi sem var í fullkomnu ástandi fyrir aðeins 14 árum síðan? Skyldi það e-hvað tengjast því að rusli hafi verið fleygt í drenskurðinn fyrir ofan hús og síðan mokað yfir? Skyldi það e-hvað tengjast því að húsið hafi ekki verið almennilega hitað? Ábúendur hafa mikið rætt um kostnaðinn við kyndinguna,- en pabbi tímdi nú alltaf að kynda ( hafði þó fyrir ansi stórri fjölskyldu að sjá...sbr.fyrri upptalningu). Mér er mikil spurn hvort húsið sé í raun og veru svo mikið skemmt sem nú er lýst í fjölmiðlum ? Og ef svo er ætti þá ekki að draga e-hvern til ábyrgðar fyrir það? Allavega er það á hreinu að þetta hefði ekki gerst ( það er ef e-hvað er í raun og veru að húsinu) hefði því verið vel viðhaldið af ábúendum. Hverra er ábyrgðin ??
Þessi mynd er einmitt tekin á tröppunum á Kolfreyjustað. Mamma og pabbi með börn, fóstursyni og barnabarn. Enn erum við öll heilsuhraust með afbrigðum...........
Athugasemdir
Jahá. Það yrði gaman að vita það. En hvenær hefur hið opinbera gert eitthvað í svioa málum? Þetta eru ekki kantsteinar bara eitt stykki hús!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Kv. Guðný sys. PS Ætla nú SAMT að fá viðtal við manninn um helgina
Guðný sys (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 07:31
Mér varð einmitt hugsað til þín þegar ég sá þessa frétt í sjónvarpinu fyrir nokkru síðan. Ég man ekki eftir því að þú værir lin eða lasleg í MÍ hér um árið, þá væntanlega nýflutt að heiman.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.8.2008 kl. 09:54
Voðalega hlýtur að vera sárt að heyra svona um æskuheimilið sitt.. sem allir hafa lagt mikla vinnu og ástúð í að hugsa um. Knús á ykkur Kolfreyjustaðarafkomendur
Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 13:24
Ég heimsótti Siggu og ykkur nokkrum sinnum á Kolfreyjustad og fannst ofsalega notalegt ad vera tharna. Allt var svo fínt og snyrtilegt og vel vid haldid. Á mjøg gódar minningar thadan.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 19:57
Það á að draga spjátrunginn til ábyrgðar, ekki nokkur spurning. Hef áður kommentað á það og fór ekki fögrum orðum um sauðinn:
http://thorhildurhelga.blog.is/blog/thorhildurhelga/entry/439772/
Guðmundur Bergkvist, 21.8.2008 kl. 22:02
já þetta er ömurlegt
Steinvör (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 22:35
Man ekki betur en að það hafi alltaf verið hlýtt og notalegt á Kolfreyjustað í denn. Bæði notalegur hiti og notalegar móttökur.......alltaf allir velkomnir, og sparistellinu skartað við öll möguleg tækifæri :) Ég á allavega bara góðar minningar frá mínum heimsóknum á Kolfreyjustað.
Kveðja frá Seyðó
Jóna Björg (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.