Algjör sveppur

Í góðviðrinu í dag ( 17 stiga hiti ;) fórum við fjölskyldan í sveppaleiðangur.  Boga hefur lengi langað að þekkja sveppi og ætlaði alltaf þegar við bjuggum fyrir austan að fara á sveppatínslunámskeið, en aldrei varð neitt úr þvi ( svona eins og gengur ).  Við glugguðum á netið og vorum nokkuð viss um að þekkja Lerkisveppi þannig að inn í Kjarnaskóg var skeiðað og fullt af Lerkisveppum tíndir í skókassa og léreftspoka.  Nú stendur Bogi við eldavélina og steikir sveppi.  Síðan á hann bara eftir að skreppa og sækja hreindýrið sitt og þá verður nú veisla ;)

suillus_grevillei


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Týndiru ekki líka rauða með hvítum deplum?  Kv Guðný sys.

GUÐNÝ SYS (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

og búin að eta þá alla ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 17.8.2008 kl. 22:21

3 identicon

Fyrst þið glugguðuð á netið, þá treysti ég því að þið hafið rekist á þetta: http://www.skogur.is/Pages/19?NewsID=1175

Nú ef ekki, þá er um að gera að hlaða henni niður og prenta út fyrir næstu ferð. 

Esther Ösp Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

En ekki hvað Ester mín,- þetta var biblían okkar ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 18.8.2008 kl. 07:50

5 identicon

Hæ, það er svo sannarlega gaman að fara í sveppaleiðangur. Ég þekki bara loðglæting almennilega og finnst hann mjög góður. Það er reyndar spurning með hvort megi borða hann samkvæmt nýjustu upplýsingum. Í sveppabókinni minni (þessari einu sem er til á íslensku) segir að það eigi að sjóða hann í vissan tíma til að ná eitrinu út og svo má matreiða hann og það höfum við einmitt gert.  Við erum sprellilifandi ennþá en kannski baneitruð.  Hvað segir þú um það Ester með loðglætinginn ? Ég er reyndar ekki búin að ná í sveppaupplýsingarnar sem þú settir inn (talvan mín heima neitaði því, gamla skruggan).  Kv Steinvör

steinvor (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:31

6 identicon

Jæja, ég kíkti á sveppahandbókina á netinu og sýnist að loðglætingur sé það sem kallað er þar lummusveppur (er lummulegra nafn.  Mér finnst hann reyndar bleikari en lummusveppurinn, það getur verið að þetta sé sitt hvort en það passar með þetta að sjóða eitrið úr honum.   Hmmm, svo að maður hefur verið líklega verið að borða eitthvað eitur. Við höfum ekki borðan neitt mikið af honum, kannski borðað hann 4 sinnum og ekki í miklu magni. Vonandi skilst eitrið út með tímanum, eins gott !   Eins og var gott að tína þennan svepp, skordýr vilja hann t.d. ekki og svo er hann svo auðþekkjanlegur.  Fundum mikið af honum í Núpsstaðaskógi.

steinvor (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband