Með ólíkindum...

...hve margir líta loftbyssur léttúðugum augum.  Ég þekki fleiri en eitt foreldri sem hefur keypt og smyglað inn loftbyssum fyrir börnin sín.  Þessi foreldri eru hið vænsta og yndislegasta fólk og telja sig bara vera góð við börnin sín, eins og þau átti sig alls ekki á því að þetta eru ekki leikföng,- amk. eru þetta lífshættuleg leikföng.  Ég get heldur ekki ímyndað mér hvernig viðkomandi foreldrum myndi líða ef barnið þeirra skaðaði aðra manneskju með loftbyssunni sem smyglað var af foreldrinu !!
mbl.is Fékk loftbyssuskot í sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... mér dettur bara í hug lestrarbók sem er til í skólanum, um dreng sem skýtur úr túttubyssu í auga félagas... það þarf að "uppfæra" þessar bækur. Nú eru túttubyssur ekki vandamálið heldur loftbyssur..

Gunna (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:30

2 identicon

Vinur sonar míns keypti sér loftbyssu í tívolíiu í Hafnarfirði og er hann nú aðeins 14 ára gamall. Ekki málið að komast yfir svona vopn greinilega. Held að það ætti að huga betur af því hvar krakkarnir fá svona hluti en að kenna foreldrum endalaust um þó sumir séu greinilega heimskari en aðrir.

Hrönn Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Mér finnst thetta mjøg alvarlegt mál, en vissi ekki ad thad væri bannad. Hef verid ad tuda í Ole, af thví hann á loftriffil, sem hann leyfir 11 ára syninum ad skjóta af í bílskýlinu. Mér finnst thetta hljóta ad vera eitthvad sem madur verdur ad høndla med varúd, en Ole hefur bara sagt ad thetta sé alveg óhætt. Svo fær stráksi reyndar ad leika ad thessu, án skota, og thar er ég alltaf ad segja ad hann eigi ad vera inni á lódinni svo hann  hrædi ekki líftóruna úr fólki. Ætla ad tékka reglurnar fyrir thetta hér í landi og thá vera leidinlega stjúpa ef vid á.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:10

4 identicon

Já vopn er vopn.
Börnin okkar hljóta að geta leikið sér með eitthvað annað.

Marta Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:36

5 identicon

Hvað er málið, þessar loftbyssur eru EKKI lífshættulegar, þær geta einungis valdið augnskaða, því finnst mér í góðu lagi að leyfa krökkum að leika sér með þetta ef að þau eru vanin við að vera með öryggisgleraugu á meðan á leiknum stendur, veit nú ekki betur en íslenskir krakkar séu alin upp með rakettu í annari hendi, eldspýtu í hinni og öryggisgleraugu á nefinu og enginn kyppir sér upp við það, enda mjög fá slys á Íslandi um áramótin miðað við magnið af fólki sem er að skjóta upp flugeldum, af því að okkur er kennt að höndla þetta, af hverju er það ekki hægt með loftbyssurnar?

afsaka hryllilega uppsetningu á texta, er of þreyttur til að gera þetta almennilega

Andri (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thad sem pirrar mig vid thetta, er ad thetta gefur skilabod til barnsins um ad thad sé í lagi ad leika med vopn. Stjúpsonur minn virdist heldur ekki muna reglurnar, thó madur hafi sagt margoft ad thad megi ekki fara med thetta út á veginn. Èg er ekki hrifin af thessu leikfangi, en pabbinn lék einmitt med thetta sem krakki. Er reyndar ekkert illa skadadur. En thad hlýtur ad vera ástæda til ad thetta er bannad.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband