Að vera amma er unaður !!

Allavegana þegar kona á eins yndisleg barnabörn og ég ;)  Þórhildur Lotta er reyndar flogin heim til sín með mömmu sinni en ég, afinn og frændsystkinin fáum að dekstra við Patrek Jóhann.  Hann er 2ja ára og akkúrat á þvílíku máltökutímabilinu að það þarf heldur betur að gæta sín.  Ég hef svona 3var knúsað hann og kallað Patta púka.....og nú gengur drengurinn um allt og segir "Patti púki".  Bojafi hoppa trambó er líka mikið notað orðasamband þessa dagana,- og hoppar afinn í gleði sinni á trambó daginn langan ( ef hann væri svona viljugur að gera allt sem ég bið hann um ;).  Sælan verður áfram í nokkra daga en síðan ætlar Bojafi að aka með afadrenginn sinn á heimaslóðir og taka börnin sín með ( skellir sér á einn fótboltaleik í leiðinni ;) og þá get ég unnið.....allan sólarhringinn...rétt á meðan.

P4180061


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Deili þessari unaðstilfinningu með þér - frábært hlutverk þetta ömmu...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 12.8.2008 kl. 08:27

2 identicon

Ég þarf að bíða í "nokkur" ár til að upplifa það að verða amma

Steinvor (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:07

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Flottur er hann ömmustrákurinn!

Ég þarf líka að bíða....en nýt þess bara á meðan að vera mamma...

Sigþrúður Harðardóttir, 12.8.2008 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband