Króksmót

Var að koma heim af bráðskemmtilegu Króksmóti.  Fengum allar tegundir af veðri nema rigningu og snjókomu.  Það var aldeilis kominn tími til að fara í útilegu með hinn fína og flotta tjaldvagn okkar.  Hann hefur lítið verið hreyfður í sumar, (vinir okkar hafa þó fengið hann lánaðan 2var).  En núna var það semsagt Langamýrargengið sem var í vagninum sínum og eitt barnabarn að auki.  En við vorum svo lukkuleg að fá hann Patrek Jóhann lánaðan.  Þvílík sæla að vera amma og afi.  Geta dekstrað við barnið og þurfa ekki að hafa áhyggjur af afleiðingunum ( það verður bara foreldranna höfuðverkur;).  Og frændsystkinin keppast um að gæta drengsins, svæfa og skipta á bleyju.  Lúkas var að keppa í fótboltanum og gekk með mestu ágætum.  Við hittum líka fullt af góðum vinum að austan og vestan af Blönduósi.  Tjölduðum við hliðina á Evu og Kára ( en það höfum við yfirleitt gert ef við tjöldum á Króksmóti) og áttum góðar stundir með þeim.  Nú er bara tjill og sæla framundan sem oft áður....Bogi kominn heim í frítúr ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Er ekki bara líf þitt tjill og sæla

Gangi þér vel af stað inn í haustið....

Sigþrúður Harðardóttir, 11.8.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband