Sérstakt !!
23.7.2008 | 08:44
Það er óneitanlega töluvert sérstakt að fara í gegnum dótið hja m+p, en við systkinin erum í því þessa dagana. Tökum okkur góðan tíma enda eiga þau það skilið elsku mamma og pabbi að við berum virðingu fyrir dótinu þeirrra. Ótrúlegt en satt,- þá erum við búin að skipta bókunum upp.....og mesti fjársjóðurinn er auðvitað bækurnar sem pabbi batt inn sjálfur á sínum tíma. Á milli gamalla jólakorta leynast líka kort og bréf frá okkur börnunum til þeirra í gegnum tíðina,- og kort og bréf frá þeim til okkar. Er t.d. komin með kort sem pabbi sendi mér þegar ég var í sumarbúðunum á Eiðum 10 ára og hann staddur í Ammeríkunni.
Allt fullt af minningum, tárum, sorg og trega.........en líka gleði og ánægju yfir góðri bernsku og hamingjusömu lífi mömmu og pabba.
Athugasemdir
Ég trúi því vel að það séu ýmsar tilfinningar sem brjótast út við að fara í gegnum þetta allt saman. Vonandi standa góðar minningar þúsund sinnum framar en aðrar Knús á þig væna mín og nú tölum við frönsku í firðinum fagra! "Sju temm, mademosel, ví ví, bonsjor vúlevú!"
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 00:57
Já, það fylgir því allsérstök tilfinning að leysa svona upp æskuheimili sitt. Ég hef gert þetta bæði eftir foreldra mína og tengdaforeldra og þekki tilfinninguna - einhvern veginn svo mikill lokapunktur. Mikilvægast finnst mér að ná að gera þetta af virðingu fyrir öllu og öllum og það auðnaðist okkur að gera í bæði skiptin hér á bæ.
Gangi ykkur vel.
Ingibjörg Margrét , 24.7.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.