Bergen

Eins og glöggir lesendur blogg míns hafa væntanlega uppgvötað þá var ég í tjilli, púli og tómri gleði í Bergen.  Set inn myndir síðar, en mæ ó mæ hvað það var gaman á þessu útiskólanámskeiði sem ég fór á.  Púl getur nefnilega alveg verið tjill og gleði.  Stærstum hluta vikunnar eyddi ég á litlum hólma á norsku vatni, byggði mér gaphaug,- og svaf í honum, lagði net og veiddi fisk, týndi kuðunga og söl og eldaði síðan öll herlegheitin.  Vesenaðist með hnífa og kaðla milli trjáa og réri á kanó,- og réri á kanó,- og réri á kanó.    Þetta var svo sannarlega survivor: Bergen ;)  Nánar um þetta síðar og myndir koma næsta rigningardag.

Gott að koma heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já get alveg trúað að það hafi verið gaman, við Líneik vorum búnar að tala um að fara með ykkur í þessa útikennslu....hefði nú kunnað allavega að róa kajak eins og þú nú veist, en svo fór allt fyrir ofan gað og neðan...komum næst með ykkur; ég heyrði í Jóhönnu Marí Agnars í dag og hún lofaði þessa daga í topp.

Hlakka til að sjá myndirnar.

Knús á þig. 

Jóhanna Kr. Hauksdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Hljómar eins og frábær ferd. Med hverjum fórstu?

Thannig ad thú komst til Noregs á undan mér. Mér er adeins strítt á ad ég hafi fætt litlu í vikunni sem allir hinir voru í Noregi. Gott ég hætti vid.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:32

3 identicon

Frábært! 

Mikið var ég nú samt fegin að hafa ekki skráð mig því akkúrat þessum sömu dögum er ég búin að eyða í glímu við svínslega víruspest og af tvennu illu er betra að liggja í rúminu heima já sér.

Hvenær komið þið austur?

Líneik Anna (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mikið er ég fegin að einhver nennir þessari útikennslu! Ég ætla áfram að kenna innandyra enda búið að byggja yfir skólann minn þvílíku byggingarnar sem verður að nýta   Fínt að fara svolítið út á vorin þegar sólin skín

Annars var ég í útilegu á Úlfljótsvatni um helgina og við fjölskyldan reyndum með okkur í alls kyns útiþrautum að hætti skáta (þó við værum nú ekki á skátamóti). Ég er ekki góð í Survivor   Námskeið eins og það sem þú sóttir í Bergen hefði brotið niður sjálfsmynd mína. En ég er samt góð í ýmsu....innandyra.

Sigþrúður Harðardóttir, 15.6.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband