Jón eða séra Jón
3.6.2008 | 20:00
Ótrúlega fyndin flugfreyjan í flugvélinni R-Ak í morgun. Þannig var mál með vexti að mér áskotnaðist listaverk sem er mér afar kært ( frá mömmu og pabba,- svona tilfinningakært). Þegar ég flaug suður á sunnudaginn þá sá ég "pólitíska" persónu í fluginu með risapakka, flatan og greinilega viðkvæman og flugfreyjan þar geymdi hann eins og gullið sitt og afhenti pólitíkusnum með bros á vor ( og gott ef ekki kossi) þegar hann yfirgaf flugvélina. Þar sem ég var flögrandi norður í morgun þá pakkaði ég myndinni minni vel og vendilega inn og skeiðaði með hana í flugvélina ( ekki var gerð nein athugasemd við innritunina en pakkinn sást greinilega hjá mér þar). Mæ, ó mæ. Þessi flugfreyja hafði greinilega ekki farið réttu megin framúr....fýlusvipurinn þvílíkur og óliðlegheitin þegar ég spurði hana hvort pakkinn mætti standa þarna hjá henni,-ó nei,- fyrst skyldi ég reyna að setja pakkann í hólfin fyrir ofan sætin og ef það gengi ekki troða honum þá undir sætin. Hvorugt gekk og reyndar var sætið "mitt" upptekið. Ég beið og beið og þegar allir voru komnir inn þá sagði ég flugfreyjunni að þetta gengi bara ekki og þar að auki væri sætið mitt upptekið. Hún tók pakkann minn, enn með fýlusvip,- leysti úr sætismálum með ekkert bros á vör og síðan var flogið. Allt í góðu með það, fínt flug alveg ;) En þegar við komum norður þá bað ég hana um pakkann minn,- sem stóð bara á bak við hana, nei,-hann kemur bara á bandið sagði hún. Ég sagði henni sem var, að þetta væri persónulegt verðmæti fyrir mig,- þá rétti hún mér pakkann en sagði að þetta mætti sko alls ekki ( afhverju hafði hún ekki nefnt það fyrr,- eða hlaðfreyrinn), þá sagði ég henni frá pólítíkusnum á sunnudaginn. Ja sagði flugfreyjan,- það er bara ekki það sama séra Jón eða Jón. Mér finnst að Flugleiðir ættu að auglýsa þessa einkaþjónustu sem er ekki allra
!! sérþjónusta fyrir séra Jón !!
Athugasemdir
Það er gamalgróin þrælslund í íslendingum gagnvart embættismönnum...kjánalegt en satt, það sést aldeilis víðar en hjá flugfreyjunni....
HLAÐFREYR Brilliant..
Haraldur Davíðsson, 3.6.2008 kl. 20:59
Ertu ekki að djóka!!!!! Enn bæta flugfélögin rósum í hnappagötin, ég gæti orðið brjáluð í þeirri umræðu...
Það er sko alveg á hreinu að ég hefði passað málverkið þitt eins og augasteinana mína en ekki fyrir þennan pólitíkus! Sama hver þetta var að þá ert þú pottþétt miklu skemmtilegri!
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:14
Arg og garg! Alltaf er þjónustan eins hjá þessu fyrirtæki
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:48
Fátt gæti komið mér á óvart hjá þessu fyrirtæki, ætli þeir láti aldrei gera þjónustukannanir fyrir sig??
Tóta (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:38
Þetta er bara akkúratt eins og flest flugfélögin hér eru, skítafyrirtæki. Veit að þetta er ljótt orðað en þannig finnt mér þetta hafa verið í gegn um tíðina. Þessi félög líta á almenning eins og búpening. Mjög mikið snobb í kring um þetta og engin þjónustulund. Mikið er ég fegin að vera svo til hætt að þurfa á þjónustu þeirra að halda. Hef sjaldan lent í nokkrum almennilegum starfsmanni hjá flugfélögunum, hvergi í ferlinu, við kaup á miða, innritun, í fluginu sjálfu o.s. frv. Þekki einn mjög skemmtilegan flugmann en það er allt og sumt.
Steinvör (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:42
Jahá þú ert greinilega gott efni í markaðsfræðing.... viss um að bráðum sé ég svona auglýsingu í sjónvarpinu he he he
Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 00:24
Hún hefði nú þurft að vita að þú værir "séra-dóttir" þessi freyja.....
Helga S (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 13:18
Hæ mín kæra
Já ég vona ða þessi innilega flugfreyja lesi þetta blogg og megi hún kammast sín ofan í rassgat fyrir óliðleg heitin og í þokkabót fyrir að láta þetta út úr sér. Þú hefðir nú getað sagt henni að þú værir nú dóttir séra þó svo það væri ekki sér Jón.
Knús á ykkur og hafið það gott í sumarfríinu.
Jóhanna Kr H (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.