Sjómannadagurinn

Til hamingju allir sjómenn landsins,- og sjókonur !! 

Ég veit ekki hve lengi fyrsti sunnudagur í júní hefur verið sjómannadagurinn hérlendis en þetta er aldeilis góð hugmynd.  Hetjur hafsins eiga alveg skilið einn svona góðan dag. Það er líka gríðarlega gott að hafa svona tímaviðmið um mitt ár,- jöfnun á túrum altsvo.  Þegar fjölskyldur eru með sjómann innanborðs er afskaplega gott að vita af þessum föstu punktum,- sjómaðurinn er heima um jól og sjómannadag.  Og allt plan fjölskyldunnar getur miðast við það ;)

Hér í den þegar ég var yngri þá voru þvílíku hátíðarhöldin á sjómannadag, e-hvernveginn markaði þessi dagur upphaf sumars.  Frystihúsavinnan var byrjuð á fullu, búið að æfa róður, og malli minn hvað það var gaman.  Síðan voru skemmtiatriði fram eftir degi og dansiball um kveldið.  Frí í frystihúsinu fyrir þá sem vildu fram að hádegi á mánudag. 

Sjómannadagurinn fékk líka nýja merkingu hjá mér fyrir 8 árum, en þann dag ( sem bar þá upp á 4. júní) lést pabbi minn.  Ég tengi dánardægur hans alltaf mun meira við sjómannadaginn heldur en 4. júní.  Núna eru þau saman mamma og pabbi !!

mamma og pabbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð..

ég hef ekki haldið sjómannadaginn hátíðlegan síðan ég var lítil stelpa á Fáskrúðs.. en þá fannst mér plankaslagurinn mest spennandi atriðið.

Yndisleg mynd að foreldrum þínum

ragna  

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:14

2 identicon

Mér hefur alltaf fundist sjómannadagurinn skemmtilegur -þegar einhver hátíðahöld eru í gangi sem er nú upp og ofan!

Myndin af þeim foreldrum þínum er rosalega flott! Ætli þau séu ekki að njóta sín saman núna! :) Annars held ég að þau hljóti að hafa átt þátt í því að opna skúffuna sem greip kristalsskálina í skjálftanum, ótrúlegt hvernig hún bjargaðist! :)

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:02

3 identicon

Pabbi var vígður prestur á sjómannadegi. Fyrsta parið sem hann gifti voru Ella og Valgarður og þau miðuðu brúðkaupsdaginn sinn alltaf við sjómannadag frekar en mánaðardaginn. Kv.Guðný sys

Guðný Þorleifsd (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband