hvað með aðra þéttbýlisstaði ??
30.5.2008 | 23:15
ég er svei mér farin að halda að skjálftans hafi ekki orðið vart í Þorlákshöfn. Þóttist þó heyra í fréttum í gær að Hveragerði og Þorlákshöfn hefðu orðið illa úti,- en það hlýtur bara að vera misheyrn hjá mér. Nú er það bara Árborg ( og þá Selfoss-hluti þess en síður Eyrarbakki og Stokkseyri) og Hveragerði sem virðist hafa hrist e-hvað að ráði. Eða hvað ?
Enn að ná sér eftir skjálftann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hæ Hæ .
þetta á sér eðlilegar skýringar..við erum svo fá og smá að um afgangsstærð er að ræða ,,þar til kemur að því að koma MÍNUM MANNI á hið allra heilaga ,,,,,þingstól..eða það allrabesta ,,,í ríkisstjórn,,, og þá ,,,ráðherrastólinm
kv frá loðnu
fiskur,síld, loðna,. (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 03:18
Tilfellið er að hér í Þorlákshöfn skemmdist ótrúlega lítið og enginn meiddist. Heima hjá mér hreyfðist t.d. fátt til og ekkert fór í gólfið. Það má þó teljast mikil heppni þar sem skjálftinn var ótrúlegur og hús gengu í bylgjum lengi eftir að mesta höggið reið yfir. Þetta var og er hræðileg lífsreynsla. Mitt fólk á Selfossi slapp við meiðsl en það var óskemmtilegt um að litast heima hjá þeim þó húsin hafi staðið þetta af sér að því er virðist.
Ég vona að þetta sé búið.
Sigþrúður Harðardóttir, 31.5.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.