Yfirtaka Fáskrúðsfirðinga ??
6.5.2008 | 18:21
Það er nú spurning hvort Fáskrúðsfirðingar séu að yfirtaka grunnskólana á Brekkunni
Frétt af Akureyri.is....Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Hrísey, hefur verið ráðin skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri. Jóhanna María útskrifaðist með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1991 og Dipl.Ed. prófi í uppeldis- og menntnarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana frá sama skóla árið 2006. Jóhanna hefur því 17 ára starfsreynslu og þar af 6 ár sem skólastjóri. Skólastarf í Hrísey hefur gengið mjög vel undir hennar stjórn og þar hefur verið unnið að margþættu þróunarstarfi á þessum árum í góðu samstarfi við foreldra og samfélagið.
Til lukku kæra Jóhanna !!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.