Lúkas Björn 11 ára

Mér finnst svo sem ekki að það hafi gerst í gær að ég eignaðist hann Lúkas minn Björn,- enda eru 11 ár í dag síðan hann fæddist.  Hann var og er algjört óskabarn.  Við hjónin vorum lengi, lengi búin að reyna að fjölga okkur en ekkert gekk.  Jónas Franklín læknir gerði síðan eggjaleiðaraaðgerð á mér en ári seinna var ekkert farið að gerast ;(  Þá sagði vinkona mín mér að ég ætti að segja á hverjum degi, margoft, að ég væri ófrísk !!  og ég eins og klikkhaus gerði það....tautaði þetta við sjálfa mig aftur og aftur, upphátt og í hljóði.  Og viti konur,- og menn,- ég var ófrísk, (ætlaði náttúrlega ekki að trúa því og gerði amk. þrjú óléttupróf).  Bogi var í Smugunni á þorskveiðum og það var bara hægt að tala við hann í gegnum talstöð.  Til að flytja honum tíðindin varð ég því að tala undir rós.  Við vorum búin að tala saman um nöfn á tilvonandi börn og ákveðin í Lúkas og Kolfreyja.  Ekki gat ég sagt Boga að Lúkas væri á leiðinni því þá hefði hann haldið að Lúkas afi væri að koma heim frá Afríku.  Þannig að ég sagði að Kolfreyja væri á leiðinni...........það kom löng þögn í símann og síðan sagði maðurinn minn....ég er svo glaður.... ( þetta eru sko mestu tilfinningaviðbrögð sem ég hef heyrt frá honum !!).  Og enn erum við glöð,- óendanlega glöð að eiga þennan yndislega gutta. Í gær voru mættir hér 14 jafnaldarar hans og þvílíka fjörið, pizzurnar spændust upp og kökurnar líka og trambolínið var vel notað.

Lúkas Björn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með stóra strákinn

Þórhildur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Til hamingju vinkona! Ótrúlega mörg ár orðin síðan ég var ung og hann var ekki fæddur ;)

Anna Pála Sverrisdóttir, 4.5.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Helga Jónína Andrésdóttir

Til hamingju Lúkas Björn....  og fyrirgefðu að við gleymdum að hringja í gær ... það var nefninlega bara 3. maí í gær hjá okkur

Við hittumst líka fljótlega, því Kalli (og kanski fleiri) kemur á fimmtudaginn og ég (og kanski fleiri) á þriðjudaginn!!

Knús öll sömul

Helga Jónína Andrésdóttir, 5.5.2008 kl. 14:00

4 identicon

Til lukku með drenginn.

Hrefna Guðný (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Til hamingju með prinsinn

Er svo ekki von á nýju barnabarni einhvern daginn?

Þú lætur nú líklega ekki kyrrt liggja með að auglýsa það þegar þar að kemur ...ha?

Sigþrúður Harðardóttir, 5.5.2008 kl. 20:36

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Til hamingju med Lùkas, gaman ad sjá myndir af honum, hann er myndardrengur. Ég man eftir honum pínkulitlum, held meira ad segja ad ég hafi verid med í skýrninni hans, thegar thid bjuggud á Blønduósi og ég fór med Siggu nordur. Getur thad passad?

Kær kvedja, Solla

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:25

7 identicon

Falleg saga... og innilegar hamingjuóskir með drenginn ykkar.

Kveðja

Ragna

Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 17:03

8 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Takk fyrir þetta allar,- er búin að knúsa hr. Lúkas frá ykkur öllum.

Já Sissa, það verða sko flugeldar á síðunni minni þegar tengdadóttir mín dettur í tvennt, sem er bara alveg á næstunni,- skráð í fæðingu í dag...en þessi kríli láta nú stundum bíða eftir sér. ( öll mín í hálfan mánuð amk.)

Já Solla,- þú varst í skírninni hans Lúkasar, ekki á Blönduósi heldur var hann skírður í Bægisárkirkju og þá bjuggum við í bláa húsinu á Þelamörk ;)  Þú gafst honum einmitt svo fallegan sparibauk !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 6.5.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband