Takk
16.4.2008 | 22:25
Takk, takk enn og aftur kæru vinir fyrir góðar kveðjur og hug !! Já Helga Snædal...þetta er ??? með hana Kolfreyju, hvað hún er að flækjast þarna í fortíðinni. Í gærkveldi sátum við Steinvör systir og skrifuðum þessa fínu minningargrein um hana mömmu fyrir okkur yngra hollið. Þegar við fórum að senda greinina inn þá var hún auðvitað of löng og við eyddum löngum tíma í að stytta hana. Það var nú ótrúlega erfitt því við vildum koma svo mörgu að,- æsku hennar, Vífilstaðaárin, æsku okkar með henni á Kolfreyjustað, Andey og síðan Hveragerði...náðum greininni loksins niður fyrir 3000 slög,- varla nokkur punktur né kommur ;) Birti hér seinna fulla lengd á greininni !!! Í dag var síðan kistulagning hjá elsku mömmu. Yndisleg athöfn ( þið verðið að fyrirgefa ef ég hljóma væmin,- en svona er það bara þessa dagana )og ljúft og gott að vera í Garðakirkju. Presturinn bara frábær,- séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Guðfeðurnir sáu um yngri börnin okkar á meðan kistulagningin fór fram og síðan fórum við í pizzur til þeirra. Mér skilst að Kolfreyja Sól hafi hafi haldið þeim uppi með gríðar skemmtun...... Komið að kveldi, komin á Selfoss til Kjartans míns og fjölskyldu. Jarðarförin á morgun. Góðar stundir |
Athugasemdir
Innilegar samudarkvedjur til ykkar systra vegna andlats modur ykkar. kv. B
Baldur Kristjánsson, 17.4.2008 kl. 05:50
Algjörlega sammála. Hún séra Jóna Hrönn Bolladóttir er alveg einstök.Það er ómetanlegt fyrir okkur öll að hafa þessa yndislegu konu sem sálusorgara á þessum tíma. Sjáumst svo í dag litla sys. Kv stærsta sys.
Guðný Þorl (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:03
Innilegar samúðarkveðjur.
Fanney Fásk (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:05
Samúðarkveðjur til ykkar allra.
Jóna Hrönn er frábær og þið eruð heppin að hafa hana.
Gangi ykkur sem allra best.
Kveðja María.
María Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 14:18
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar systkinanna
Kristjana Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 15:23
Já, margs er að minnast...ég er ekki hissa þó að þið hafið átt erfitt með að fara yfir heila ævi í 3000 slögum.
Vonandi gengur allt sem best í dag og njóttu tímans með stórfjölskyldunni Helga mín, smá væmni er algerlega viðeigandi á svona stundum. Guð veri með ykkur.
Helga S (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:08
Sendi ykkur hlýjar kveðjur og vona að dagurinn í dag hafi gengið vel, stundin í kirkjunni verið falleg. Efast reyndar ekki um það að Jóna Hrönn og listafólkið allt hafi skapað stemninguna sem við þurfum öll á að halda á stundum sem þessari; tregablandna en ljúfa, fallega en tilfinningaríka.
Orðin sem skrifuð voru um mömmu ykkar í dag lýsa góðri konu. Guð blessi minningu hennar og veri með ykkur öllum.
Sigþrúður Harðardóttir, 17.4.2008 kl. 16:36
Bestu kveðjur frá okkur elsku Þórhildur Helga og fjölskylda. Kveðja frá Fáskrúðsfirði.
Hafdís Rut (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 19:57
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Helga mín. Bestu kveðjur frá Fáskrúðsfirði, Gunna og co.
Gunna og fjölsk. (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:20
Þ.Helga og fjölskylda,innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra megi Guð vera með ykkur,kærar kveðjur Bryndís og Gunnar Jósep.
Bryndís G. (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:56
Sæl Helga vildi bara segja hvað þetta er falleg mynd af þér og mömmu þinni. Kv frá Fásk
Oddrún (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.