nýjar, gamlar myndir

Í nostalgíukastinu sem ég er í þessa dagana,- bætti ég við í einu sinni var albúmið mitt. 

Hér er fyrst mynd af elsku mömmu minni og pabba mínum.

mamma og pabbi

Þau eru nú alveg ótrúlega flott á þessari mynd.  Ég veit ekki hvaða ár þessi mynd er tekin,- en kannske getur stærsta systir mín upplýst mig um það ;)

Og síðan er þessi mynd alveg óborganleg,- þetta er semsagt hið svokallaða Yngra holl á Kolfreyjustað...

yngra hollið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl Helga!  Við sendum þér og þínum samúðarkveðjur vegna fráfalls mömmu þinnar.  Kveðjur til stórfjölskyldunnar frá heimilisfólkinu á Þernunesi.

Þernunesingar (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:52

2 identicon

Elsku Helga mín

Ég sendi þér og fólkinu þínu mínar dýpstu samúðarkveðjur vegna andláts móður þinnar - ég er klökk en þótti gott að lesa að hún hafi farið umkringd fjölskyldunni sinni.

Ég má einnig til með að óska þér til hamingju með bóndann og þú mátt senda honum frænkuknús frá mér.

Hafið það sem allra best elskurnar, vonandi sjáumst við sem fyrst,

kossar og knús Gréta 

Gréta Björg Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:19

3 identicon

Frábærar myndir.. vá hvað þú ert lík mömmu þinni.

Hamingjuóskir með bóndann..

kær kveðja

Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:46

4 identicon

Vá hvað myndin af foreldrum þínum er flott! Hvað er Kolfreyja síðan að gera þarna á myndinni með Steinvöru, Hirti og Klimma???

Helga S (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 23:17

5 identicon

Sæl litla sys.

Ég held að það sé rétt munað hjá mér að þessi mynd sé tekin um jól í gamla húsinu á Kolfreyjustað árið 1957.

          Kv. Guðný

Guðný Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband