Líf og fjör
12.4.2008 | 13:03
Það er sko líf og fjör í Löngumýrinni núna. Bestu vinir hennar Kolfreyju er í helgarheimsókn. Komnir langa leið að austan tvíburarnir Jón Bragi og Ásgeir Páll. Þau hafa verið bestu vinir síðan við fluttum á Fásk. í janúar 2003. Þau þá 3ja ára. Það vantar bara hana Mist vinkonu þeirra og þá væru hin fjögur fræknu fullkomin, gerist bara næst. Auðvitað byrjuðu grísirnir á búningaleik, þau fara alltaf í gamla og góða leiki þegar þau hittast. Strákarnir komnir í kjóla og settu á sig ilmvatn, síðan var farið í ýmsa aðra búninga. Sofnuðu sæl og glöð í stóru rúmi í gærkveldi. Í morgun er síðan búið að vera í Petsupleik og nú er verið að teikna, og teikna. Sundferð framundan og pizzagerð í kveld ;)
Athugasemdir
Hér er önnur skemmtun sem þér er boðið í:
Við endurreisum okkar ágæta Kalla Tomm hér eftir Mannaveiðar í kvöld. Þeir sem
ekki til þekkja:
1. Einungis má spyrja eina spurningu í hverju innskoti.
2. Spyrja má eins oft og sendingar leyfa.
3. Notkun á alls konar gagnabönkum leyfileg s.s.
http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page
4. Allir skráðir Mbl. notendur geta verið með. Fyrir IP-notendur er lítið mál að
stofna aðgengi/heimasvæði.
5. Sá sem vinnur er með keflið og ræður hvenær hefja skal næsta leik. Hann verður
jafnframt að taka keflið eða fá öðrum keflið. Þá má einnig skila keflinu til Kalla
Tomm http://ktomm.blog.is/blog/ktomm/ ktomm@simnet.is (hann kemur því áfram)
6. Bæði má spyrja um perónur, raunverulegar eða skáldsögu, lifandi og dauðar, og
hluti.
Gott væri að einhver bæti við ef eitthvað hefur gleymst.
Skjáumst.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:12
Til hamingju með GAMLA manninn. Kallinn kominn á FIMMTUGSALDUR almáttugur Til hamingju með daginn Bogi kveðjur úr Kópó
Guðný Þorleifsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.