heim...
10.4.2008 | 19:52
Komin heim. Flugið fínt. Líðan ágæt !!
Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinur og vinir !!
Mamma mín dó á þriðjudagsmorguninn umkringd börnum, barnabörnum, tengdabörnum og meira að segja einu barnabarnabarni ( að vísu staðsett í maga móður). Friðsælt og fallegt.
Ég er yngst ( en ekki minnst) og kannske er það þess vegna sem ég skreið upp í til mömmu og pabba langt fram eftir aldri ( reyndar Steinvör og Kristmundur líka...og það var barátta um besta plássið uppí hjónarúmi). Og síðan á unglingsárum og eftir það ef hann faðir minn brá sér af bæ næturlangt þá lúrði ég í hans bóli, man eftir því meira að segja, eftir að Kjartan Þór minn fæddist að ég og hann sváfum pabba megin,- við hlið mömmu !!! Síðustu nóttina hennar lúrði ég einmitt í Lasy Boy stól við hlið hennar á sjúkrahúsinu á Selfossi................
Hér er mynd síðan í haust,- mamma með nöfnu sína dóttur Steinvarar.
Athugasemdir
Samhryggist þér vina . Gott að heyra að þetta hafi verið friðsæl og falleg stund og hún umkringd börnum barnabörnum. Svona er gangur lifsins.
kveðja Áslaug
, 10.4.2008 kl. 21:50
Samhryggist þér innilega Helga mín og öllu þínu fólki. Það verður gott að ylja sér við minningarnar um mömmu og bólið hennar alla ævi.
auður (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:42
Samhryggis þér innilega mín kæra, það hlýtur að vera skrýtið að eiga ekki lengur mömmu - gott að eiga góðar minningar til að ylja sér við.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:42
Samhryggist þér mín góða.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.4.2008 kl. 10:32
Glæsileg kona hún mamma þín. Knús á þig.
Hafdís Rut (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:37
Samhryggist þér og þínum Helga.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:36
Elsku Helga mín.
Já það er sko yndislegt þegar kveðjustundin verður svona falleg eins og hún hefur verið hjá ykkur, finnst gaman að heyra það.
Knús á ykkur öll.
Jóhanna Kristín Hauksd (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:29
Komdu sæl Helga.
Ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína.
Ungur man ég best eftir presthjónunum á Kolfreyjustað. Stórum manni með mikla rödd og tignarlegri konu hans draktklæddri akandi um á blárri Toyotu. En tíminn stendur ekki kyrr. Og margt er að minnast þegar hugsað er til baka.
Kveðja/kalli.
Kalli Pálma. (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 17:58
Elsku Helga.
Samhryggist ykkur samúðarkveðjur til ykkar allra.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 11.4.2008 kl. 19:57
Knús á þig!
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 00:56
Innilegar samúðarkveðjur, Helga mín.
Guðrún S Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 19:21
Kæri Vinir ég samhryggjast ykkur.
Knús á ykkur öll.
marjolijn ogfjöl. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.