Íþróttir !!

trivial-pursuit-board-gameÍ gærkveldi að loknu pizzuáti þá spilaði ég hið bráðskemmtilega Trivial Pursuit við Lúkas Björn og Ægi félaga hans.  Ég var nú yfir megnið af spilinu en síðan fór að halla undir fæti þegar ég átti eftir eina köku,- hina ógnvænlegu appelsínugulu íþróttaspurningaköku.  Fékk hinar ótrúlegustu spurningar og flaskaði á ÖLLUM.  T.d. þessari : Hver setti Íslandsmet í 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Genf í febrúar 2000 ?  Ég hugsaði og hugsaði og það brakaði og rauk úr heilabúinu,- var það Jón, Gunnar, Geir, Alfreð.......Hver...hver,- og endaði á að svara Jón Arnar !!!   Auðvitað var það ekki rétt,- þetta var Guðrún Arnardóttir.  Það sem sló mig mest var að mér,- feministanum sjálfum,- hafði ekki dottið í hug að spurt væri um konu !!!   Hrikalegt,- ég þarf að fara að pússa feministagleraugun heldur betur.    Strákormarnir unnu mig síðan á einu íþróttaspurningunni sem ég hefði mögulega getað svarað, þeir fengu spurningu um Suður-Amerískan fótboltamann sem var í herferð gegn dópi en var síðan böstaður sjálfur......Maradonna..../(!#$%&$#&%

Þetta minnir mig á spurningu sem ég lagði fyrir börnin mín um daginn.  Feðgar lentu í hrikalegu bílslysi og pabbinn dó en sonurinn slasaðist mjög mikið.  Það var brunað með hann á sjúkrahús og skurðlæknir kallaður út.  Þegar skurðlæknirinn kom inn í aðgerðarstofuna horfði hann á barnið og sagði,- ég get ekki gert aðgerð á þessu barni, þetta er sonur minn ?    Hvernig má það vera spurði ég börnin mín,- þau veltu þessu lengi fyrir sér og rauk úr heilabúum þeirra,- stjúppabbi, strákurinn var ættleiddur o.s.frv.   Rétt eins og með mig og Guðrúnu Arnardóttur datt börnunum ekki í hug hið rétta svar.  Skurðlæknirinn var móðir drengsins !!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónína Andrésdóttir

Ég flaskaði líka á þessari gátu!! maður getur verið svo karllægur stundum :)

Helga Jónína Andrésdóttir, 6.4.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Þetta er einföld sálfræði. Gátan gengur út á það að villa um fyrir þeim sem eiga að svara, með því að þylja upp í byrjun gátunnar karlkyns fornöfn eins og feðgar, sonur, pabbi og svo kemur orðið læknir inn í myndina og svo sonur aftur og jafnvel orðið pabbi einu sinni enn og þá er búið að stilla heila svarandans að hugsa bara um föður en ekki móður.

Guðmundur Bergkvist, 8.4.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband