1.apríl
1.4.2008 | 20:20
er gabbdagurinn mikli. Tengdapabbi á reyndar afmæli og það er ekkert gabb,- veit ekki hvað fólk hélt þó í Húnavatnssýslunni fyrir 58 árum þegar fréttist af fæðingu eineggja tvíburastráka þann 1. apríl. !!!
Lúkas Björn hringdi óðamála í mig í vinnuna í dag og vildi fá leyfi til að hringja í Lúkas afa í Reykjavíkinni og biðja hann að fara til Grindavíkur vegna þessarar fréttar af arsenal.is
"Vegna vel heppnaðs 25 ára afmælisferð í október og afmælishátið hér á landi þar sem við buðum starfsmenn Arsenal F.C. til okkar þá hefur Arsenal sent einn leikmann til landsins.Lengi vel var það í myndinni að einn úr unglingaliðinu myndi heimsækja okkur en þar sem Bacary Sagna er meiddur þá var hann sendur hingað til landsins.Bakaríið í Grindavík, Hérastubbur sem er í eigu Sigurð formanns Arsenalklúbbsins mun vera áfangastaður Sagna. Hann mun vera þar í dag eftir að han lendir uppúr 11:00 og vera þar þangað til bakaríið lokar klukkan 18:00.Við hvetjum alla Arsenalmenn að gera sér ferð í Grindavík og hitta bæði formann Arsenalklúbbsins og þann leikmenn sem hefur staðið sig vonum fram á þessu fyrsta tímabili sínu hjá Arsenal."
Ég veit reyndar ekki hvað Lúkas afi átti að gera til Grindavíkur,- fá eiginhandaráritun eða taka mynd en sem betur fer fattaði ég 1.apríl djókið. Ef ekki þá hefði Lúkas minn hringt í Lúkas afa og hann vísast brunað til Grindavíkur,- því hann gerir jú allt fyrir langafastubbinn sinn !!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.