Menn í dómnefnd !!
29.2.2008 | 23:28
Mér fannst einkennilega staðið að frétt á RUV í aðalfréttatíma þeirra síðastliðinn miðvikudag. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397849/9
Þar er fjallað um hugmyndir Eiríks Tómassonar um að skipa ætti 6 manna dómnefnd til að velja dómara. Í dóminn ættu að veljast 3 dómarar, 1 lögfræðingur og 2 fulltrúar almennings. Góð hugmynd finnst mér,- en fréttaflutningurinn sýndi grafík af umræddum MÖNNUM í dómnefndinni. Allir voru settir inn sem dökkjakkafataklæddir karlmenn með bindi !! Þar höfum við það,- sex karla í dómnefnd. Auðvitað á ekki að hleypa konum í svona nefnd,- eða það virðist vera álit fréttafólks á RUV.- sjónvarpi allra landsMANNA.
Athugasemdir
Gaman að hitta þig á Goðamóti. Hefði verið gaman að kíkja í kaffi, en því miður mikið að gera.. Kærar kveðjur frá mér og minni fjsk.
Hafdís Rut (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.