Einn af stærstu kostunum við...
20.2.2008 | 21:13
....að vera sjómannskvinna eru hinir unaðslegu löngu frítúrar. Og einn af stærstu kostunum við frítúrana er að þá getur kona látið sér líða eins og pabba leið örugglega alltaf;) að eiga heimavinnandi maka. Og einn af allrastærstu kostunum við heimavinnandi makann er að þurfa ekki að hafa nokkrar einustu einu áhyggjur af hvunndagsmatnum. Eins og mér þykir afskaplega gaman að elda gúrmet máltíðir þá þykir mér jafn lítið gaman að elda bjúgu og uppstúf !! eða e-hvað í þá áttina allavegana. Og að ákveða hvað á að hafa í matinn,- mæ ó mæ,- hrikalega leiðinlegt.
Stefni á brjálaða notkun á www.hvaderimatinn.is þegar bóndinn fer í fiskaleit á nýjan leik,- sem er nú sem betur fer ekki alveg í bráðina, enda á eftir að leggja flísarnar á eldhúsgólfið ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.