Tómt tjill og gleði ;)

Öskudagurinn í dag alveg frábær.  Það væri nú munur ef skottin mín væru jafnsnögg á fætur aðra daga ársins Shocking   Í búninga á örskotstundu og mamma sullaði málingu í dásamlegu andlitin. Síðan fóru þau til vina sinna og með þeim að syngja út um allan bæ og fengu fullt af nammi fyrir ( hafa nú samt verið ótrúlega róleg í kveld....sjálfsagt af því að þau vöknuðu svo snemma að þrátt fyrir nammið eru þau alveg búin á því).  Svaka stuð hjá mér í vinnunni, en í dag voru þrír kennarahópar að kynna hluta af starfi sínu fyrir hinu starfsfólkinu.  Og síðan er komið vetrarfrí.........stefni á algjöra slökun, skíði og tjill almennt.  Það verður ekki tekin upp tuska á þessu heimili, hvað þá að parkettið fái að emja undan ofskúringum !!  Þannig að þið sem ætla að kíkja á mig,- haldið ykkur fjarri,- eða sættið ykkur við að fá að horfa á mynd sem var tekin um daginn af heimilinu í þokkalegu standi !! er búin að hengja hana upp á besta stað í húsinu ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló halló Helga

 Datt óvart inná bloggið þitt, gaman að sjá myndir og rifja upp pössun á kútnum sem nú er orðinn pabbi !!!! Varð að kvitta. Auður pössunarpía frá Bl.ósi

Auður (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 00:48

2 identicon

Gott hjá þér, njóttu þess að tjilla. Kveðja að vestan.

Tóta (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband