Tæpur!!!
21.1.2008 | 21:28
meirihluti, meina ég sko. Þetta eru nú meiri sviptingarnar á "versta" degi ársins ( eins og segir í annarri frétt á mbl). Mér fannst nú sorglegt að horfa á þessa lúnu, gráu menn kynna nýjan meirihluta. Og voru dónalegir og í vörn eiginlega við blaðafólkið. "Þetta er óviðeigandi spurning", "Ég þarf bara að láta þig hafa eintak" og svona fleiri hrokafull tilsvör. Uss og svei,lofar ekki góðu.
Það skal enginn segja mér að þessi meirihluti haldi, og ef hann heldur þá verður Villi samt ekki borgarstjóri seinnihlutann.
Ólafur: Áherslur komu mjög seint fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hrokafull svör? Heyrðirðu viðtalið við fráfarandi meirihluta eftir þennan fund með Vilhjálmi og Ólafi? Hvað kallarðu þá þau svör?
Skil Villa vel að hafa komið svona fram. Hvernig stendur á því að fréttamenn séu stöðugt að reyna búa til fréttaefni með sínum spurningum. Stundum ganga þessir fréttamenn eiginlega of langt. Fréttamenn fengu að spyrja spurninga en spurðu stöðugt sömu spurninga (því eitthvað heyrðist lítið í þessum sal) og það hefur eflaust pirrað Vilhjálm.
Að mínu mati ekki hrokafullt þó en þú mátt hafa þinn smekk, ætla ekki að gera lítið úr því. Hakka til að sjá þennan nýja meirihluta vinna saman - áfram að því frábæra starfi sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf eftir sigurinn á sínum tíma. Því ekki að leyfa þeim að klára það dæmi.
Kiddi (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.