Ástin á stjórnarheimilinu !!

Það er nú meiri ástarbríminn á blessuðu stjórnarheimilinu.  Ég varð alveg ofan dottin þegar ég las í viðtali við iðnaðarÖssur að hann sem pólitískur faðir sem á börn sem eru að vaxa úr grasi renni til rifja þær hörðu árásir sem Þorsteinn Davíðsson sætir út af því einu að hann er sonur föður síns.

Hvað er í gangi,- þau mæla  hvert upp í annað iðnaðarÖssur og menntaÞorgerður. Hverskonar bull og vitleysa er í gangi ? Þegar nokkuð ljóst er að sonur Davíðs fær stöðu vegna þess að hann er sonur Davíðs en ekki hæfastur þá, sem betur fer, heyrist hljóð úr mörgum hornum.  En ég hef svo sem misst af þessum hörðum árásum á Þorstein,- finnst gagnrýnin vera hörð ( en engin árás) á fjármálaÁrna, og algjörlega eðlileg.  

Já, ástin er blind InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algerlega óþolandi. Til hvers að hafa þessa blessaða nefnd ? Hún kostar okkur skattgreiðendur örugglega skildinginn.  Svo ef að ráðherrunum sýnist svo þá fýkur álit nefndarinnar út í veður og vind og þeir skipa þann sem þeim sýnist dómara.  Maður efast um þrískiptingu valdsins eins og stendur í stjórnarskrá landsins.  Árni dýralæknir veit náttla betur en lögfróðu nefndarmennirnir sem skoða lögfróðu umsækjendurna.  Og að hlusta á sjálfstæðismennina svara fyrir hann......arrrggg...það væri annað í þeim hljóðið ef að þetta hefði snúist um ákvörðun ráðherra einhvers annars flokks.  Pólitík getur verið alveg ömurleg.

steinvör (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband