Afdrifarík skíðaferð??

Dreif mig á þriðjudaginn í fjallið með dótturinni.  Hún nefndi nú svona í framhjáhlaupi að hún kenndi sér smá meins í hálsinum á leiðinni upp í fjall, en svo var það ekkert rætt meir.  Okkur finnst nefnilega svo gaman á skíðum.  Þegar við komum heim um kveldmatarleytið þá lagðist daman upp í sófa og ég bókstaflega horfði á hitann hellast yfir hana.  Þannig að hún er búin að vera með hita og hálsbólgu síðan þá og er enn drusluleg blessunin.  Ég náttúrulega eins og útspýtt hundskinn milli vinnu og heimilis !!!  Nú er gott að hafa fartölvu ;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 10:44

2 identicon

Já, það kemur sér heldur betur vel að hafa fartölvu! Ég sit heima með mína þar sem enginn skóli er í dag í Borgaskóla vegna foreldraviðtala...og ekki er í boði fyrir mitt barn að dvelja í frístundaheimilinu vegna skorts á starfsfólki. Get í það minnsta svarað áríðandi tölvupóstum sem berast í vinnupósthólfið mitt.

Helga S (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:27

3 identicon

Gleymdi að biðja þig að knúsa veiku stelpuna frá okkur mæðgum! Vonandi jafnar hún sig fljótt

Helga S (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 12:28

4 identicon

Stórt knús og klemm til Kolfreyju frá okkur Kríuásunum.  Vonandi nær hún sér fljótt.  Þórhildur er einmitt full af kvefi núna en hitalaus. Stelpurnar hér hafa ekki fengið hita mánuðum saman....7...9...13  alger lúxus.

Steinvör (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 01:14

5 identicon

 Er hún nokkuð með streptococcasýkingu?

Hjúkkan (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 17:24

6 identicon

Æi dúllan en vona að henni batni, já maður fer nú ekki að gefast upp þegar á skíði er komið, til mikils er að vinna.

Knús úr Reykjavíkinni. 

Jóhanna Hauksd (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband