Hlutabréf á útsölu !!
9.1.2008 | 21:09
Eða hvað,- og kannske bara óveðsett
Í þessu mikla hruni hlutabréfa núna kemur það konu mikið á óvart að megnið af þeim eru veðsett,- þ.e. þeir sem eiga hlutabréfin fengu lán fyrir þeim og skulda enn. Það kemur líka konu mjög á óvart að viðkomandi aðilar hafi ekki baktryggt sig og gert ráð fyrir að það hlyti að koma að því að lækkun yrði á hlutabréfamarkaðnum. Það er eins og þetta komi öllum gjörsamlega í opna skjöldu núna. En ég lærði nú einu sinni að það sem fer upp.....kemur niður !!
Athugasemdir
...og þess vegna eyddir þú ekki afgangsmilljónunum þínum í hlutabréf
Sigþrúður Harðardóttir, 10.1.2008 kl. 12:49
Já þetta er svo merkilegt. Þegar hlutabréf æða upp og eru búin að vera uppi lengi þá vilja margir kaupa. En beztu kauptækifærin eru einmitt núna þegar allt er á botninum. Sonja Zorilla t.d. var með góða taktík á þessu, hún lét ekki svona enda varð hún moldrík.
Steinvör (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.