Málfarsvillur....
7.1.2008 | 18:49
...pirra mig oft. Þó ég sjálf geri örugglega margar. En mér finnst sjálfsögð krafa að það fólk sem vinnur við fjölmiðla tali rétt og gott mál !!!
Einn sjónvarpsmann heyrði ég segja....á gamlárdagskvöld,- þetta misbýður málvitund minni ;( finnst lang eðlilegast að segja gamlárskvöld,- þótt að öllu jöfni segi fólk mánudagskvöld... ( enn og aftur legg ég til að við tökum upp eftir frændum vorum í Færeyjum og segjum mánakvöld...).
Og annar sjónvarpsmaður fór nú alveg með það þegar hann spurði ljósmóður að því hvort fólk kæmi ekki víðs vegar að til að fæða börn á sjúkrahúsinu. Fólk fæðir ekki börn heldur eingöngu konur,- hingað til amk. Hitt er allt annað mál að fólk eignast börn,- en klárlega fæðir ekki næstum allt fólk börn.
Ég veit, ég veit...þetta er algjör tittlingaskítur,- en fer í pirrurnar á mér........
Athugasemdir
".. hann spurði ljósmóðir..." skrifar skólastjórinn. Svo er nú það !
esg (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 19:18
Takk fyrir ábendinguna esg,- eins gott að ég er ekki sjónvarpsfréttakona ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:23
Mér finnst þetta ekki tittlingaskítur. Það er svo sannarlega gott mál að vera á varðbergi gagnvart tungumálinu okkar, ekki veitir af. Fréttamenn eru alveg ferlegir upp til hópa. Íþróttafréttamenn verstir. Get t.d. ekki horft á Formúluna út af þessu, ég pirra mig svo á málinu hjá blessuðum fréttamanninum.
Steinvör (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 23:35
Talandi um fréttamenn (og konur). Á Nýársdag var frétt úti á Bessastöðum um veitingu Fálkaorðunnar og viðtal við Erling Gíslason leikara sem fékk orðu. Umræddur fréttamaður (kona) hefur eitthvað verið þunn og ekki alveg verið að hlusta á viðmælandann, sem endar setningu á: "þetta kemur soldið flatt upp á mig" og þá segir fréttakonan um hæl "kom þetta á óvart"....
Guðmundur Bergkvist, 9.1.2008 kl. 10:53
Sammála. Heyrði fréttina um,,gamlársdagskvöld" og ,,fékk í taugarnar".
Sigþrúður Harðardóttir, 10.1.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.