Loksins, loksins
1.1.2008 | 23:07
fékk ég á baukinn í skaupinu. Búin að bíða milli vonar og ótta í mörg ár,- fæ ég á baukinn, fæ ég ekki á baukinn. Hef greinilega aldrei verið þekkt fyrir neitt nógu mikið amk til að fá á baukinn í skaupinu. Fyrr en nú, ásamt ykkur hinum kæru bloggfélagar ;)
Garmlárskveld fínt, risakjúllinn gómsætur og allt meðlæti, fínar rakettur, gott kaffi og góður konni. Og yndislega gott ból..............
Í fyrsta skipti held ég að við Bogi höfum haldið áramótin eingöngu með okkar fjölskyldu,- bara við, börn, barnabarn og tengdabarn !! Mjög fínt.
Ólína vinkona eignaðist risa stúlku í nótt,- þetta hafa verið skemmtileg áramót hjá þeim ;) Til lukku elsku fjölskylda.
Síðasta ár afskapalega rólegt hjá mér,- ekki mikið um breytingar. Ætli það sé merki um að kona sé orðin öldruð og ráðsett??
Forvitnilegt að vita hvað 2008 ber í skauti/skaupi sér, hafið góðar stundir.
Athugasemdir
Gleðilegt ár mín kæra og takk fyrir bloggfylgdina og komentin á liðnu ári. Hlakka til að fylgjast með þér á því nýja.
Ingibjörg Margrét , 1.1.2008 kl. 23:26
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla. Innilega til hamingju með væntanlegt barnabarn. Hafið það sem allra best. Sjáumst á Goðamóti 2008.
Hafdís Rut (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:33
Gleðilegt ár !! Já það er spennandi með 2008. Þótt ég sé öldruð og ráðsett var seinasta ár ekki rólegt hjá mér, sbr. fæðing dóttur minnar Þórhildar . Hún stóð upp í rúminu sínu í fyrsta skipti á gamlársdag, 6 1/2 mánaða og skríður út um allt svo að hún heldur manni við efnið. Heyrumst bráðum. Kv Steinvör
Steinvör (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 03:04
Gleðilegt ár. Hvar fékkst þú á baukinn í skaupinu?
Guðmundur Bergkvist, 2.1.2008 kl. 14:02
Gleðilegt nýtt ár Helga mín og co.
Mér fannst skaupið ekkert til að hrópa húrra yfir en það er bara mín skoðun.
EN til lukku með væntanlegt ömmubarn nr. 2 - ég hafði ekki hugmynd um að það væri annar gullmoli á leiðinni.
Knús úr Kópavoginum.
Gréta Björg (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 15:56
gleðilegt ár, góð vinkona.
Vonanði eigumst við en fleira góðar stundir á þessi árin.
kv. marjolijn
marjoijn (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:06
Gleðilegt ár Þ. Helga og takk fyrir samskiptin á liðnum árum.
Nýárskveðja til allra.
Jóhanna Hauksd (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 09:21
Beggi !!! Líka þú,- allir bloggarar...fattaru !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 3.1.2008 kl. 18:12
Gleðilegt nýtt ár mín kæra Helga og takk kærlega fyrir liðnar stundir! Ég er ennþá ung því það voru miklar breytingar hjá mér á síðastliðnu ári :)
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.