Tóm gleði
30.12.2007 | 13:27
Þrátt fyrir alveg ótrúlegan slappleika hjá frúnni þessi jól ríkir tóm gleði og hamingja á heimilinu. Barnabarnið er nefnilega komið í heimsókn ;) Patrekur Jóhann Kjartansson kom hér í gær ásamt móður sinni og föður ( líka voðalega gaman að fá þau), hundinum Ronju og síðan er komin nokkuð vænleg kúla á tengdadótturina,- já takk, annað á leiðinni, von á því í apríl/mai.
Annars hef ég hreinlega sofið út í eitt, sofna yfir ótrúlegustu bókum meira að segja, og vakna jafnþreytt og ég sofna. Pirr...pirr. Fór nú samt á skíði í gær og er að fara í leikhús í kveld.
Risakalkúnn kominn heim í hús....................og undinbúningur áramóta á fullu.
Athugasemdir
Gleðilega hátíð mín kæra! Vonandi stóð leikhúsið fyrir sínu í kvöld :) Góða skemmtun annað kvöld og til hamingju með væntanlegt nýtt ömmubarn!
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 00:25
Gleðilegt nýtt ár.. megi 2008 færa þér og fjölskyldu þinni gæfu og gleði. Þakka ánægjuleg ..bloggkynni ..og mikið var gaman að hitta þig á frönskum.
Nýárskveðjur
Ragna
Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 18:40
Gleðilegt ár
Bestu kveðjur til þín og þinna.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 1.1.2008 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.