Ég lifi....
21.12.2007 | 13:27
Þrátt fyrir að vera næstum drukknuð í barnastússi, vinnu og jóla, jóla, jólastússi. Hélt um tíma að ég myndi drukkna í jólakortum, jólagjöfum, jólapappír og borðum. Já, borðum, var um tíma með jólaborða vafða utanum mig, límbönd á ólíklegustu stöðum og glimmer...........en tókst að bjarga mér úr klípunni, jólakortin farin í póst, pakkar í flutningabíla og glimmerið í vaskinn ;)
Rjúpurnar verða teknar úr kistunni á eftir, grjónin soðin í rjóma og Bogi kemur heim á morgun eða hinn. Þá mega jólin barasta alveg koma. Ég og börnin vorum hreinlega að spá í að halda heilög jól um leð og pabbinn mætir á svæðið, en það væri nú svoldið svindl að leyfa honum ekki að stússa aðeins með okkur og skúra smá og pakka inn eins og einum pakka. Þar að auki kann frúin ekkert að elda rjúpur þannig að þá er þessi hugmynd fallin um sjálfa sig.
Athugasemdir
Hæ mín kæra.
Já nú er í lagi að jólin komi en auðvitað er best að allir sem ætla að vera heima á jólunum komi fyrst.
Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum. Þakka innilega fyrir okka liðnu ár og vonum að þau veðri fleiri.
Kem í aðgerð eftir áramótin á Akureyri...veit ekki alveg hvenær en læt vita.
Kveðja
Jóhanna H
Jóhanna H (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:48
Á myndinni fínu af börnunum sé ég loksins hverjum þau líkjast! Sonurinn alveg eins og pabbinn og dóttirin alveg eins og mamman :) Ég er mikið búin að pæla í þessu en nú small það saman! he he ;)
Helga mín ég óska þér og fjölskyldunni gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári! :) Takk fyrir liðnar stundir (sumar hverjar ansi hreint hressilegar) og við sjáumst svo hressar og kátar á nýju ári! :)
Kveðja, Tinna
Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 02:00
Þetta er hinn sanni jólaandi.. bíða með skúringarnar svo að eiginmaðurinn geti tekið þátt.. hann er svo sannarlega heppinn að þú skulir muna eftir hvað kemur manni í jólaskapið he he;o) Og svo vill ég bara segja kæra ÞHelga.. INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ JÓLIN:o)
Kveðja úr snjó og kulda á Ströndum
Ragna rugludolla (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 02:14
Gleðileg Jól.
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 23.12.2007 kl. 15:22
Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Bestu kveðjur að Austan. Gunna og co.
Gunna (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.