Jólaskap

já, það var svo sannarlega hægt að fara í jólaskapið niður á Ráðhústorgi !!  Ég og börnin tvö nutum þess amk í botn.  Yndislegur kórsöngur hjá Stúlknakór Akureyrarkirkju, lúðrasveit og jólasveinar.  Hvað gæti verið betra ?   Kannski þegar ég og börnin bökuðum í gærkveldi tvær smákökusortir ;) Þeim finnst ekkert smá gaman að mæla allt sem þarf til í kökurnar og saxa súkkulaði og setja síðan á bökunarplötuna.  Og smákökur sem stúlkur og drengir baka sjálf eru miklu betri á bragðið en aðrar ;)   ???að finna uppskrift að brokkolí og gulrótarsmákökum.
mbl.is Norðlendingar í jólaskapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stúlknakór Akureyrarkirkju

Takk fyrir hlý orð

Stúlknakórinn 

Stúlknakór Akureyrarkirkju, 2.12.2007 kl. 13:31

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Við Þorlákshafnarbúar kveiktum líka á jólatrénu okkar í dag og stemningin var fín hér sunnan heiða. Sumum finnst að vísu vanta snjóinn, en ég er ekki sammála...er alveg sama þó hann sé ekki. Hin frábæra Lúðrasveit Þorlákshafnar lék að vanda, skólakórarnir sungu og svo litu jólasveinarnir við með Grýlu móður sinni. Allt eins og það á að vera!

Sigþrúður Harðardóttir, 2.12.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

...og okkar jólatré er líka á Ráðhústorginu

Sigþrúður Harðardóttir, 2.12.2007 kl. 22:55

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

já og ég hitta Þorlákshafnarbúa á Ráðhústorgi Akureyrar.....

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 2.12.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband