Þjóðverji eina kveldstund
18.11.2007 | 18:21
Föstudagskveldið var þýskt hjá mér og stöllum mínum í klúbbnum Aftanroða. Þar að leiðandi voru eingöngu þýskættaðir drykkir og réttir. Við átum þýskt biskupabrauð, Kalter Hund köku og mjög þýskar snittur. Það var ekki auðvelt í svona léttvínsklúbb að finna rauðvín frá Þýskalandi. Ég var búin að fara í vínbúðin hér á Ak. og þar var ekkert þýskt rauðvín. Þá náttúrulega var farið á netið og á vinbud.is og þá kom í ljós að til áttu að vera þrjár þýskar rauðvínssortir í þeim mætu búðum á landsvísu. Ég arkaði í vínbúðina hér til að gera sérpöntun en þá kom í ljós að einungis ein tegundin var tiltæk, pantaði hana bara þá. Nóg er þó til að þýsku hvítvíni skal ég segja ykkur. En á vafrinu um netið fundum við svo flotta flösku af þýskum líkjör ( Killepitsch) að einni þannig var skellt í sérpöntunina. Flaskan er bleikari en allt sem bleikt er. Alveg geggjuð. Og búsið bara nokkuð gott. Ekkert ósvipað Jagermeister en þó svolítið betra.
Það er sjálfsagt alveg óþarfi að taka fram að kveldið heppnaðist alveg frábærlega ;)
http://vinbud.is/DesktopDefault.aspx/tabid-54?productID=12027
Athugasemdir
Já það er sko ekki mikið um rautt frá Þýskalandi, en ég er einmitt búin að vera að gæla við að pannta þennann líkjör, en sé á lýsingunni að hann er ekki fyrir mig. Held mig við freyði og hvítvínssmakkanir þessa dagana. Nú og svo varð ég að smakka jólabjórin þó ég drekki ekki bjór...enda fannst mér hann vondur. Gaman að hafa svona þema í matarklúbbum. Kveðja að vestan.
Tóta (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.