Húsanafn óskast !!

Gunna vinkona mín er með innlegg um nöfn á húsum á blogginu sínu, og reyndar alveg heila síðu með öllun húsanöfnum á Búðum, Fáskrúðsfirði http://www.123.is/gunnag/ 

Í þorpinu Búðum á Fáskrúðsfirði heita nefnilega flestöll húsin e-hvað. Ég bjó reyndar í húsi sem hefur ekki formlegt nafn,- en er alltaf í daglegu talið kallað skólastjórabústaðurinn,- hver sem býr í því hverju sinni.  Því legg ég til að það heiti verði barasta gert að nafni á því ágæta húsi,- skorið út í skilti og hengt á það. Og Gunna þarf að sjálfsögðu að bæta því við á nafnalistann sinn.  Amk sem gælunafni.

En nú vantar mig nafn á húsið mitt hér á Akureyrinni,- það gengur nú ekki að eiga bara heima á Löngumýri 2.  Húsið mitt er passlega lítið,- ennþá hvítt með gulum gluggakörmum.  Verður vonandi innan fárra ára orðið svona sandgult og suðrænt,- með brúnappelsínugulu þaki ( toasted orange). Garðurinn á bak við húsið er risa, risa stór,- og mjög franskur, þ.e. trén, gróður og allt það fær að vaxa að vild.  Í húsinu bý ég, ektamaki minn og tvö börn, drengur og stúlka.

En hvað ætti húsið mitt að heita?   Hugmyndir óskast............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elskan;)

Kannski er þetta Höllin þín, Kotið, Búðir..... svo er örugglega enginn Kolfreyjustaður á Akureyri.

Gunna Gunn (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:41

2 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Sæl og blessuð,  gaman að hitta þig hér á blogginu. Helguland væri bara flott nafn á húsið þitt.

 Bestu kveðjur.

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 3.11.2007 kl. 18:57

3 identicon

Mér dettur í hug Staður (er samastaður fyrir fjölskylduna,) Setrið, Villigarður, þú segir að allt megi vaxa vilt í garðinum ykkar. Beðið, þar biður fjölskyldan fyrir velgegni og farsæld sinni, þar er fullt af beðum í garðinum.

 kv. Ásta Eggets

Ásta Eggertsd (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:35

4 identicon

Mig hefur einmittt alltaf dreymt um svona tréskilti á okkar hús, en vid höfum verdi ad velta tessu fyrir okkur undanfarin 10...frekar lengi ad hugsa kanski.

Sjónahóll er samt uppáhalds, uppáhalds nafnid mitt á húsi, en tad er upptekid á Fáskrúdsfirdi. Sé framá ad turfa ad kaupa tad hús tegar framm lída stundir...

Ásta Hlín (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:50

5 identicon

Undanfarin 10 ÁR sem sagt...vandraedalegt ad gleima svona ordum inná milli

ásta Hlín (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:55

6 identicon

Helguhvoll fær mitt atkvæði:)

Gréta Jakobs (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 15:17

7 identicon

Þar sem Kolfreyjustaður er til væri þá ekki Lúkasarstaður bara sanngjarnt ?

Högni Páll (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband