Afgreiðslufólk !!
2.11.2007 | 20:05
Heyrði um daginn frábæra sögu um konu sem var að versla í Bónus, ost og smjer. Hún kom með góssið að kassanum og sagði við strákinn sem var að afgreiða "ég ætla að fá hvoru tveggja". Stráksi varð undurfurðulegur á svip og góndi og glápti í kringum sig, þá kallar afgreiðsluguttinn á næsta kassa.... " ég lenti í þessu í gær, þetta þýðir að hún ætlar að fá bæði" !!! Þessi saga er náttúrulega ansi góð, en mér fannst hún nokkuð ótrúleg.
Síðan kom tengdamóðir mín góð hingað á Akureyri í dag. Hún brá sér í Húsasmiðjuna, spyr þar afgreiðslustúlku hvort þar fáist brauðrist, stúlkan horfir furðulega á hana, snéri sér við og galaði á yfirmann sinn..."heyrðu, er til brauðrist? Ég veit bara um ristavélarnar..."
ÓMG,- skyndilega varð Bónussagan ekkert ótrúverðug lengur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.