Prestar og prestsverk!!

Ég er töluvert hugsi yfir þessu "frumvarpi" sem mér skilst að liggi fyrir kirkjuþingi.  Þar á að þagga niður í hinum fræknu fjörutíu sem vilja að prestar þjóðkirkjunnar eigi að gifta samkynhneigða.  Mér skilst að í frumvarpinu sé klásúla um að ef að alþingi setji lög sem heimili prestum að vígja samkynhneigða í hjónaband þá megi þeir prestar sem það vilja gjöra svo!!   HALLÓ !!  er þetta ekki ÞJÓÐkirkjan, sem við langflest erum fædd inní og þurfum að skrá okkur úr ef okkur hugnast ekki að vera þar.  Af hverju skyldu prestar mega ákveða hvort þeir gifti þennan eða hinn,- bara vegna kynhneigðar ?  Þurfa þeir ekki að gifta alla aðra sem koma til þeirra hvernig svo sem þeim líkar lífsstíll þeirra eða hvað!!  Mega prestar neita að gifta manninn sem þeir vita að hefur lamið og barið tilvonandi brúði sína?  Mega prestar neita að ferma barnið sem lýsir því yfir að það trúi ekki á Guð og sé bara að fermast fyrir gjafirnar?  Mega prestar  neita að gifta pólsku konuna vegna þess að hún er pólsk?  Og mega prestar neita að skíra barn fyrrverandi konu sinnar?

Hafa SÓKNARprestar ekki sömu skyldur gagnvart ÖLLUM sóknarbörnum sínum ?

Eða mega þeir ekki taka geðþóttaákvarðanir ( lesist samviskuákvarðanir) nema gagnvart samkynhneigðum ?

spyr sú sem ekki veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Hafa SÓKNARprestar ekki sömu skyldur gagnvart ÖLLUM sóknarbörnum sínum ?

maður skyldi ætla það!  kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.10.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

En er það svo í raun Baldur? 

og er þetta rétt skilið hjá mér með þetta plagg sem ætlunin er að leggja fyrir kirkjuþing,- þ.e. að ef alþingi setur lög um að samkynhneigðir megi ganga í hjónaband þá verði það "samviskumál" hvers prests,- en ekki skylda sóknarprests gagnvart sóknarbörnum sínum?

Máttu núna t.d. neita að ferma þennan eða hinn ? nú eða skíra?

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.10.2007 kl. 23:21

3 identicon

Yndislegur lestur hjá heimasætunni þinni, hún klikkar ekki varðandi prestana þá held ég að það yrði eitthvað gert og það strax ef kennarar vildu bara kenna börnum giftra foreldra eða leikskóla kennarar aðeins gæta barna í kjörþyngd hjá mínum Guði eru allir jafnir, eftir hvaða bók fer þessi tiltekna stétt, held þeir ættu að lesa nýjustu útgáfuna af bókinni fínu, kanski er eitthvað þar sem þeir hafa ekki skilið í gömlu skruddunum

Anna (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 02:31

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Mér heyrðist það í fréttum en er ekki á Kirkjuþingi (þetta er þröngur hópur) og hef ekki fengið nein gögn. Ætla hins vegar að fylgjast með þessu máli. kv. B

Baldur Kristjánsson, 20.10.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband