Fínn lestur og enn betri leikari
17.10.2007 | 21:19
Gat ekki stillt mig í kveld að skella upp myndavélinni og ýta á upptöku. Dóttir mín sjö ára var að lesa heimalesturinn af þvílíkri innlifun að ég hef sjaldan vitað annað eins. Ég veit að hún á að þjálfa hraðlestur en það er henni svo gjörsamlega fyrirmunað. Hún leikles með tilburðum. Hún hafði ekki grænan Guðmund ( eða Björn Inga) um að móðirin væri svo kvekindisleg að taka þetta upp fyrr en rétt í lokin.
ps stundum hristist myndin, en það er bara vegna þess að mamman hristist úr hlátri ;)
Athugasemdir
Æi en hvað þetta er flott hjá henni og hún er sko að lifa sig inn í atriðið. Hefur þetta frá mömmunni.
Kveðja til allra.
Jóhanna H (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 22:48
upprennandi leikkona :)
Tante St (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 01:17
Er fullmannað hjá þeim í Óvitunum?
Flott hjá henni stelpunni!
Sigþrúður Harðardóttir, 19.10.2007 kl. 17:36
Alger SNILLD! Rosa flott hjá henni
Helga Snæ (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 13:53
Frábært :)
Líneik Anna (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.