Bílaleigur !!!

Held ég verði að taka undir með Valda vini mínum,- Ísland best í heimi,- og allt dýrast.

Þannig er mál með vexti að minn ektamaður er á sjó suður með sjó ( skemmtilegur orðaleikur a tarna).  Hann kemur í land á sunnudagskveld og fer úr á sjó aftur á föstudag.  Auðvitað er ekkert mál fyrir hann að fljúga á milli og það gerir hann oftast. 

En til að vera kominn snemma til sinnar ástkæru fjölskyldu þá vill hann helst keyra aðfaranótt mánudag norður,- kemur það seint í land að það verða engar flugvélar.  Það ætti nú ekki að vera mál í þessu samkeppnisþjóðfélagi.  Bílaleigur á hverju strái og krummaskuði og endalaus tilboð og samkeppni.  Eða hvað !! 

Eftir að hafa skannað netið og farið inn á heimasíður HVERRAR EINNAR OG EINUSTU BÍLALEIGU landsins þá get ég ekki betur séð en að verðið sé afskaplega svipað, held að Samkeppnisstofnun ætti að líta á það.  Verðið er svo sem ekkert afar slæmt,- og ég var byrjuð að bóka bíl á nokkrum síðum,- en hætti alltaf við vegna e-hvers sem heitir SKILAGJALD. 

Það er semsagt þannig að þó svo að bílaleigurnar séu með starfsstöðvar þvers og kruss um landið þá þarf að borga okur,- já, OKUR- skilagjald ef þú tekur bíl á einum stað en skilar á öðrum ( R-vík-Ak í þessu tilfelli).  Ég á ekki til orð,- trúði varla netinu og lagðist í símtöl !! Jú, jú, allsstaðar reglan.  Fór síðan á eina bílaleigu hér í bæ sem er með starfsstöð í Reykjavík líka, rakti fyrir þeim raunir mínar og ræddi að fá bíl semsagt fram og til baka.  Fékk þetta kostatilboð,- 13000kall,- mér leist vel á það,- norður á mánudag og suður á föstudag,- fínn díll og bíllinn í útleigu hjá bílaleigunni á Ak í millitíðinni.  Ó, nei góða mín.  26þús kall fram og til baka !!!!!

Er ekki allt í lagi?

ps. Bogi kemur bara með flugi !!  SVÞ fær hann gistingu eina nótt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já látta mig vita, ég var að leita og var bara í simann í 2 tímar, fekk reyndar óðyr tilbót en gat ekki sleppa við skiljagjald sem er fáranlegt þessa tíma ársins, mér finnst þessa þjónasti bara leiðlegt.

sammála, kv marjolijn

marjolijn (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:37

2 identicon

Aber natuerlich !! Nenni bara EKKI að laga til í gestaherberginu því ein með stelpurnar um helgina...er viss um að Bogi lætur sig samt hafa það.... Kristjón er svo heppinn að vera að fara í "haustlitaferð" upp á hálendi með jeppavinum okkar.

Steinvör (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 01:28

3 identicon

Set að gamni eina mynd með úr svona jeppaferð af ferðafélaga okkar. Slapp ekki alveg yfir snjóbrúna.

http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/420/2281

steinvör (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband