Ill áhrif !!

Get svo svarið það að þessi ferð mín suðvestur á land hefur nú haft þónokkrar afleiðingar.  Ég er búin að liggja eins og skata og hitna og svitna síðan ég kom heim og er enn að !!!  Hellur fyrir eyrum og hor í nös !! Hvað er í gangi?  Kona sem er nú ekki vön að draga í sig pestarnar svona almennt.  Ég tel nokkuð víst að þó ég hafi staldrað ansi stutt við í höfuðhreppnum þá hafi ég dregið að mér súrt, sjúkt, öfundsjúkt og bakmælgisandrúmsloft, svona rétt á flugvellinum.  Heiðarleg kona eins og ég þolir nú ekki svona þjakað, flárátt, slóttugt, lævíst og undirförult umhverfi !!  Al Gore ætti nú að gera mynd um þetta.

p.s. nema þá að  bæn prestsins í skírninni á sunnudaginn hafi svona áhrif á mig.  En bænin var um að bægja illu frá því húsi og fólki sem var í skírninni ;)  og nú lekur það illa út.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er vika síðan ég kom heim af suðurlandinu og ég er með þessi einkenni líka Helga mín.. fór heim úr vinnu í morgun ;(

Ég hef kannski líka verið bænheyrð;) þetta illa er bara að leka út í eitt skipti fyrir öll ... hehe Kveðja að austan!

Gunna G (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 15:26

2 identicon

Úff þetta hljómar ekki vel, en mikið verður spennandi að lesa bloggið þitt þegar heilagur andi hefur tekið öll völd farðu vel með þig, k.kv Anna

Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Einhver helv... íhaldsóheilindi í þér. Engin furða í öllum þessum látum

Vonandi losnarðu við þetta sem fyrst...vont að láta íhaldspest grassera lengi...

Sigþrúður Harðardóttir, 17.10.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband