Þar skilur að hvíta og svarta...

... Ég var bara staðráðinn í að ná hlébarða í þessari ferð,- sagði ungur og viðkunnalegur maður í fréttum RUV í kvöld,- Þar skilur að hvíta og svarta að taka svona,-   úbbs, ekkert mjög viðkunnalegur lengur, fullur af kynþáttafordómum.  Ææææ, fyrirgefið hann sagði þetta víst ekki,- heldur....þar skilur að menn og homma að taka svona,- hmmmm samt ekki viðkunnalegur svona kynhneiðgarfordómar.  Ahhh, ekki sagði hann víst þetta heldur,- heldur ( og nú vona ég að þetta pikkist rétt hjá mér ;)  Þar skilur að menn og konur að taka svona..............úbbs er hann viðkunnalegur með þessa kynjafordóma?

Mér er spurn hvort RUV hefði birt orð þessa unga manns ef hann hefði sagt hinar tvær fyrri rangt innpikkuðu athugasemdir mínar.  Borga ég afnotagjöld til að viðhalda kvenfyrirlitningu og kynjafordómum ? 

Sendi þessa færslu að sjálfsögðu á RUV og óska svara

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338449


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Mikið er ég sammála þér, enda var ég að blogga um þessa frétt.

Mummi Guð, 7.10.2007 kl. 22:39

2 identicon

Hahaha, mér finnst þetta bráðfyndi. Hann stígur greinilega ekki í vitið.  Heldur hann að það sé svona erfitt að sitja í makindum inni í jeppa og skjóta á dýrið ? Dýrið hafði nú ekki mikinn séns. Fyrst hélt ég að hann hefði handsamað það með berum höndum og væri að meina að hann sé svona svakalega karlmannlegur.   Kona getur náttúrulega ekki setið á rassinum í bíl og skotið úr byssu.   Hei, nú fattaði ég hvað hann á við !!! Auðvitað að þetta kostaði svo mikið og út af launamuni kynjanna er þetta eitthvað sem að fæstar konur geta leyft sér.  Ætli hann hafi ekki átt við það

Steinvör (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 10:59

3 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

Eeee, þessi gaur er nottlega að springa úr macho stælum, það sést nú langar leiðir. Rúv getur ekki ritskoðað allt svona sem menn láta út úr sér enda segir það oftast meira um þá sjálfa en nokkurn annan, annað eins láta menn út úr sér í sjónvarpi. Annars var verið að ræða þetta á vinnustað konunnar minnar og þar voru flestar konurnar sammála um að þessi gaukur gæti ekki verið giftur. Hann er víst giftur fjölskyldumaður.. Þetta er nú bara til að hlæja að því, ekki til að taka nærri sér Helga mín, hann er bara að reyna að halda því fram að hann sé svona rosalegur kall, en þetta var nottlega bara heppni að finna dýrið og að skjóta það úr bílnum er nú ekki mikil veiðimennska, það getur nánast hver sem er gert þ.e.a.s ef sá hinn sami kann að skjóta.

Guðmundur Bergkvist, 8.10.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband