Vinkonur gestgjafar !!
4.10.2007 | 18:45
Get svo svarið það. Þrjár af mínum bestu vinkonum eru í nýja Gestgjafanum með gúrmet uppskriftir. Ólína sem ég kynntist á Þelamörk og kenndi með þar og síðan líka í Þorlákshöfn, Kristín Sólveig á Sílastöðum, sem ég kalla nú yfirleitt yfirleitt Diddu á Síló, kynntist henni líka þegar ég bjó á Þelamörk og síðan Marjolyn hin hollenska sem ég kynntist á Fáskrúðsfirði. Þið verðið sko ekki svikin af uppskriftum þessara góðu kvenna, amk hef ég alltaf fengið LOSTæti hjá þeim.
p.s. þessi færsla er skrifuð í boði Birtings......( eða svo mætti líklega halda)
Athugasemdir
Ég held svei mér þá að ég kannist við einhverjar 'léttar' konur í þessu blaði líka. Kaupi það á morgun!
Já, og takk fyrir bloggvinaboði
Ingibjörg Margrét , 4.10.2007 kl. 20:32
Ég var einmitt að hugsa um að þú ættir að vera á prósentum hjá Birtingi. Þarna er nú varla um tilviljun að ræða þar sem blaðamennirnir tengjast þér nú nokkuð! Ég viðurkenni að ég hugsaði þér þegjandi þörfina fyrst þegar Sigga hringdi, en svo var þetta bara ljómandi gaman.
Ólína (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.