Á meðan ég lá í heilagri leti...
1.10.2007 | 17:45
...á laugardaginn þá lagðist heimurinn í dvala,- varla að andaði af suðri og allt var hljótt og stillt !! Í gær þegar ég spýtti í lófana og tók skorpu í þrifum og þvotti þá höfðu aspirnar mínar nóg að gera. Get svo svarið það að svotil hvert eitt og einasta laufblað af þeim öllum hefur fallið ljúft og flögrandi niður í garð í gær. Já já,- það má alveg koma í heimsókn og raka !!!!

Athugasemdir
Myndi nú skella mér til þín að raka ef ég þyrfti ekki að skreppa til hans Kalla
, verð bara að koma næst. Kveðja frá Ísó.
Tóta (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:17
Þú mátt nú bara eiga þín haustlauf sjálf! Er nefnilega með slatta af þeim í mínum garði líka, held að allt laufið af trjánum hjá nágrönnunum hafi líka tekið sér bólfestu í mínum garði, þarf að merkja laufin mín svo ég sé ekki að raka upp eftir aðra ;-) k.kv.úr fallegu haustveðri í firðinum fagra!
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.