Skemmtilegar skoðanir ;)
30.9.2007 | 11:41
Mest af öllu langar mig að afrita og líma skoðanirnar við síðustu færslu minni inn sem blogg. En endilega lesið þær !! Mér finnst sérstaklega athyglisverðar skoðanir þeirra sem búið hafa erlendis. Það er þeirra em hafa verið útlendingar,- hvernig þær unnu mállausar,- menningarlausar og allt það og hvaða áhrif það hafði á þær og líka lýsing þeirra á nokkrum Íslendingum í útlöndum,- sem vildu ekki læra tungumálið eða taka þátt í menningunni!!
Við sem þjóð getum verið svo innilega sjálflæg ( og nú alhæfi ég um heila þjóð, fyrirbrigði sem ég yfirleitt þoli ekki, vil nefnilega ekki láta líkja mér við Hannes HG ). Við viljum fara um allt, vinna hvar sem við viljum, halda þorrablót og drekka íslenskt brennivín og eta sviðakjamma og hópa okkur saman í þeim útlöndum sem við búum í.
Þegar við erum útlendingarnir þá gilda ekki sömu lögmál og um útlendinga hérlendis !!! eða hvað?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.