Ég og Ragnar vinur minn.....

....reykhás.  Við erum svo sannarlega nátengd !!  Þegar fréttir af dónalegum Íslendingum í bakaríum bárust í gær var ég yfir mig hneyksluð.  Hví skyldi það fólk sem kemur hér til lands og vinnur þá vinnu sem við höfum ekki fólksauð í að sinna þurfa að þola dónaskap og leiðindi þó það tali ekki íslensku?  Síðan las ég grein Marðar Árnasonar í Fréttablaðinu í dag ( skyldi mér verða hent út af Moggablogginu?) og snarsnérist hugur.  Eða altsvo ekki gagnvart dónaskapnum heldur,- hví skyldum við ekki ætlast til að á Íslandi sé töluð íslenska ?  

Auðvitað á að ætlast til þess, þó það nú væri.  En ekki með dónaskap og leiðindum,- þannig fáum við nú málum ekki framgengt  ( skemmtilegur orðaleikur hjá mér,- á íslensku).  Það þarf náttúrulega að styðja við það fólk sem aðstoðar okkur við að halda uppi því þjónustustigi sem við viljum hafa í þessu landi.  Eða viljum við frekar að börn afgreiði okkur í Ikea og Bónus heldur en erlendir ríkisborgarar ?  ( Reyndar efni í annan pistil að börn megi passa börn í Ikea en ekki afgreiða á kassa,- hvert er verðmætamatið hér e-lega?)

Þetta ætti nú að vera svo auðvelt í bakaríum og veitingastöðum.  Í stað þess að hafa matseðla og verðlista eingöngu á ritmáli, hvort heldur er íslensku eða engilsaxnesku þá ætti auðvitað að bæta við myndmáli.  Hin tæknivædda þjóð sem við erum ættum nú að eiga nægjanlegt magn af stafrænum myndavélum.  Hvurnig væri að smella mynd af réttunum og bakarískruðeríinu inn á menjúana ( góð íslenska....)?  Og þá er hægt að pota og benda og enginn segir aukatekið orð og helg ró og næði hvílir yfir vötnum,- ja eða rauðvíni eða expresso ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já auðvitað vill maður ekki vera dónalegur og græðir ekkert á því, brá því bara fyrir mig minni fínu ensku í Zöru í smáralindinni um daginn þegar drengurinn horfði á mig stóreigður og sagði bara sorrý, það bjargaðist en verra er þegar ekki er hægt að bjarga sér á ensku eða með poti og bendingum. Þá skal nú viðurkennast að pirrihrollur fer um mann þó maður geri sitt besta til að vera kurteis. Ég veit hinsvegar um fólk sem hefði bara farið í flækju og labbað út af því einfaldlega að það gat ekki bjargað sér á ensku, ekki ætlað að vera dónlegt en hvað á það að gera. Annars lendi ég nú mikið í því í mínu þjónustustarfi að eiga erfitt með að skilja kúnnana, en aðeins einu sinni fengið dónaskap og það var franskur túristi sem var yfir sig hneikslaður á að ég talaði ekki frönsku og jós yfir mig á frönsku skammyrðum...held ég, það hljómaði þannig;-). Jæja ætlaði nú ekki að blogga hérna en...., kær kveðja að vestan.

Tóta (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:51

2 identicon

Ég bara verð að leggja orð í belg:)Það sem pirrar mig endalaust er ERLENT afgreiðslufólk,ég er á Íslandi og vil tala ÍSLENSKU þar..Ef ég lendi í því að afgreiðslukonan(maðurinn)skilur mig ekki þá labba ég út:)Eins þoli ég ekki að erlendir aðilar skuli vinna á leikskólum og elliheimilum og tala EKKI íslensku:(Pæliði í því að vera 80.ára og veikur og lúin að fólkið sem annars mann skuli ekki tala íslensku,þetta fólk er oft eina fólkið sem það hittir yfir daginn,þetta finnst mér SLÆMT..Ég vona að þegar ég verð komin á elliheimili geti ég talað við starfsfólkið þar..En ég er ekki á móti útlendingum EN geri kröfu á að það tali íslensku áður en það fer í afgreiðslu eða þjónustustörf:)Eins á leikskólum þar sem börnin okkar eru eigum við að sætta okkur við að þau geti ekki tjáð sig á sínu tungumáli þar?????NEI TAKK en þetta er MÍN skoðun og mér þætti gaman að heyra fleiri sjónarmið:)

Kveðja frá Fáskrúðsfirði(nafla alheimsins) 

Guffa (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 17:35

3 identicon

Sjálfsagt er flest það fólk sem vinnur í afgreiðslu/leikskólum/elliheimilum og talar ekki íslensku núna að læra íslensku.  Ef að þetta fólk vinnur ekki þarna þá þyrfti líklega að loka stöðunum. Allavega fæst ekki annað fólk í störfin. Þetta eru lægst launuðu (kvenna)störfin. 

Mér finnst þetta fólk bara duglegt og er að vinna heiðarlega vinnu og borgar sín gjöld. Við ættum frekar að vera kurteis við það og kenna þeim eitt orð í hvert sinn sem það afgreiðir okkur.  Í den var ég nú að vinna á hóteli í Þýskalandi og talaði enga þýsku til að byrja með, man ekki eftir að neinn hafi verið dónalegur við mig út af því. Einnig vann ég á hóteli í Búdapest og allir voru kurteisir þrátt fyrir mína ensku.   Ég skammast mín frekar fyrir það fólk sem er dónalegt við afgreiðslufólkið sem talar ekki íslensku og gengur út. Maður á að koma fram við fólk eins og maður vill láta koma fram við sig.  Ég hef reyndar gengið út vegna afgreiðslufólks en þá hafa það verið Íslendingar sem að afgreiddu en voru hreinlega dónalegir og með ruddaskap.

Á leikskóla dóttur minnar er dásamleg írönsk kona sem talar mjög bjagaða íslensku en krakkarnir elska hana og meira en marga íslensku leikskólakennarana. Móðurbróðir minn sem var á hjúkrunarheimili sá ekki sólina fyrir starfsfólkinu frá Filippseyjum enda var það það starfsólk sem að sýndi honum mestu virðinguna.  Þegar ég var í Heidelberg voru líka tvær íslenskar sem voru nýkomnar þangað sem að fengu vinnu á elliheimili og töluðu ekki þýsku en allt gekk vel og þær lærðu heilmikið í málinu þarna.

Ég hef sem sé ekkert á móti þessu þar sem að ekki fæst annað fólk í þessi störf og á meðan erlenda starfsfólkið er kurteist og vill vel.  Mér finnst margir vera mjög þröngsýnir varðandi þetta mál og ekki hugsa það til enda að annars þyrfti hreinlega að loka vinnustöðunum.  Nóg um þetta núna, gæti haldið endalaust áfram.

Steinvör (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:21

4 Smámynd: Guðmundur Bergkvist

...og svona bæ ðe vei, Ragnar er Reyk-ás en ekki -hás. Eða átti þetta nokkuð að vera enskusletta hjá þér, "Reyk-house"  nei segi svona..

Guðmundur Bergkvist, 28.9.2007 kl. 10:18

5 identicon

Mér finnst krafan um ad tölud sé íslenska alveg sjálfsögd. Ekki endilega ad tölud sé óadfinnanleg íslenska en afgreidslufólk í bakaríi aetti allavega ad laera tad hvad braudid og kökurnar heita á Íslensku og svo framvegis.

 Sýna aetti tolinmaedi og vileitni í samskiptum vid tjónustufólk af erlendum uppruna en mér finnst ókurteisi af afgreidslufólkinu ad byrja ad tala ensku...

Skil ad vissu leiti sjónarmid útlendingana, er sjálf útlendingur...en held tví midur ad í sumum tilvikum sé vileitnin ekki til stadar af teirra hálfu.

Ég held ad tala aetti um ókurteisi afgreidslufólks almennt, án tillits til tjódernis og held ad tad séu mun fleiri íslendinar í hópi teirra dónalegu!

Ps. ég hélt algjörlega líka ad RAgnar vaeri ReykHás

Ásta Hlín (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 00:10

6 identicon

Ég aftur, ég bý á stað þar sem eru mörg þjóðarbrot og í litlu bæjunum í kring eru kannski fleiri af erlendu bergi brotnir en íslendingar. Hér eru allt of margir sem eru búnir að búa hér í mörg ár og tala enga íslensku og reyna það ekki, það gat oft verið mjög strembið að þjónusta þá sem best þegar ég var í apótekinu. Gat alveg bennt þeim á eitthvað krem en erfiðara var þegar útlista þurfti innihaldi og verkunum og fl. Svo eru aðrir sem byrja strax og þeir eru líka búnir að fá betri vinnu um leið. Þetta er líka spurning um vilja. Hvað varðar þjónustulund íslendinga þá má nú bæta hana, en þó hefur hún batnað mikið. Held bara almennt þá megi bæta kurteisi þjóðarinnar og þá þarf að byrja á börnunum. Þau læra það sem fyrir þeim er haft, ekkert flóknara en það. Kær kveðja norður.

Tóta (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 10:17

7 identicon

Úff, þetta málefni er hitamál hjá mjög mörgum!!! Ég tel mig nú ansi vel mxxxxfæra í ensku og portúgölsku, smá þýsku, dönsku og hinu og þessu en mér tókst ekki að fá að kaupa eitt stykki kalkbættan trópí í Söluskálanum á Egilsstöðum í sumar þrátt fyrir bendingar og óþarflega langan afgreiðslutíma! Ætli ég hafi ekki farið út með það næsta sem hún benti á þegar þolinmæðin var á þrotum en sem betur fer var það næsti bær við: venjulegur appelsínutrópí! Ekki við útlendingana að sakast en þetta er samt óþolandi og alltof algengt! Þjónustustörfin sem útlendingarnir eru í eru óvinsælustu störfin launalega séð og þess vegna þarf svona neyðarúrræði. Þetta fær maður út úr "góðærinu" og það liggur við að ég segi skorti á atvinnuleysi!

Kær kveðja frá útlendinganýlendunni Reyðarfirði! :)

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 20:48

8 identicon

Held að það sé eins með útlendinga allsstaðar, þeir eru misjafnlega duglegir að læra tungumálin í þeim löndum sem þeir búa í.  Að þeir sem ekki tala íslensku séu ráðnir hér í afgreiðslustörf er ekki við þá að sakast, þar hittir Tinna einmitt naglann á höfuðið.   Og ekki bætist við að íslenska er örugglega eitt erfiðasta tungumál til að læra í heiminum. Vinur minn frá Chile sem býr hér og talar frábæra íslensku og jafnframt frábæra þýsku segir að þýskan hafi verið barnaleikur miðað við íslenskuna.

Man hvað mér fannst fáránlegt að fínu íslensku frúrnar í Hamborg (eiginkonur karlanna hjá Eimskip og fleiri fyrirtækja) kunnu ekki að panta brauð í bakaríi á þýsku eftir að hafa búið þar í mörg ár. Voru hálf fatlaðar þar. Vinkona mín flutti fyrir 2 árum til Sádí Arabíu og hefur ekki nokkurn áhuga á að læra arabísku, fáránlegt.

Ég hef nú ekki oft verið afgreidd af útlendingum sem ekki tala íslensku hér, stelpa frá Ástralíu afgreiddi mig á ensku á kaffihúsi og ég hafði bara gaman að því, svo fór ég í fatabúð við hliðina á og þar afgreiddi hollensk stelpa mig á ensku. Fékk svona feeling að ég væri í útlöndum   Er bara svo furðuleg að ég hef gaman að þessu. Enda skemmtilegustu tímabil æfi minnar þau sem ég bjó og lærði eða vann með fólki allsstaðar að úr heiminum. Það myndast svo skemmtileg stemming við þannig aðstæður. Sakna að þekkja ekki marga útlendinga hér.

Steinvör (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 22:14

9 identicon

jáhá ..heit umræða hér.. ég ætlaði nú aðallega að kasta kveðju á þig ÞHelga.. og láta þig vita að ég hef virkilega gaman af síðunni þinni.. ég var búsett í Lúx.. í 5 ár ..var að vinna á viðskiptastofu ..en ekki í þjónustustarfi né á leikskóla eða elliheimili ..en sonur minn fór mállaus ..í skóla ..þar sem tekið var einstaklega vel á móti honum ..og mér líka ..við lögðum bæði á okkur mikið tungumálanám.. ég Frönsku og Lúxembúrgísku ..Hlynur ..Frönsku. Lúxembúrgísku og Þýsku hann er reipbrennandi í öllum málunum.. ég er bara rétt "mellufær" í Lúxembúrgíska ..en sleipari í Frönskunni. En það sem kom mér á óvart var að í Lúx bjuggu margar íslenskar flugfjölskyldur ..og ekki datt þeim í hug ..kellingunum að sækja tungumálanámskeið.. þær voru labbandi um allt talandi íslensku ..takandi börn sín úr kaþólskutímum ..(Hlynur tók þá tíma ..en er fyrir eitthvað yfirnáttúrulegt KRAFTAVERK ..ekki kaþólskur) ..minnir óneitanlega ..á þá hluti sem fara í taugarnar á íslendingum ..við útlendinga sem búa hér.... hmmmmm Hvað varðar þjónustugeirann ..þá er vissulega heppilegra að ..fólk tali íslensku ..og þá er bara að finna fólkið sem vill vinna þessi störf fyrir þessi laun.. PANT EKKI ÉG;o)     

Ragna Popparadóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband