Haustverkin
22.9.2007 | 12:15
Og þá er nú komið að haustverkunum í mínum yndislega garði. Raka saman lauf, safna saman boltum og golfkúlum, þrífa stóla og borð og ganga frá fyrir veturinn, hreinsa úr blómapottum og koma þeim í geymsluna. Aldeilis veðrið til þess núna, blankalogn, skýjað og frekar kalt. Bara tær dásemd.
Athugasemdir
Alltaf sami dugnaðurinn á þínum bæ, hlakka til að eignast garð aftur og gera hann frá grunni eins og ég vil hafa hann. Haustlitirnir eru svo fallegir, manni langar að fara og tína í aðvenntukransinn þegar maður sér þessa mynd. Kveðja frá Ísó.
Tóta (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 22:28
Hér hefur ekki verið mikið útiveður um helgina, en haustverkin eru bara yndisleg, anda að sér fersku lofti og láta litina í náttúrunni gæla við sálina, fátt betra
Anna ólafs. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 07:41
Vá en flott mynd.
Jóhanna H (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.