Fjölmiðlar
20.9.2007 | 16:24
Mikið getur nú fjölmiðlafólk verið fljótfært og sent frá sér hina mestu vitleysu.......sérstaklega þegar um stórmál er að ræða eins og Skútumálið á Fáskrúðsfirði( skyldi þetta hafa verið frönsk skúta???). Mér fannst amk alveg dæmalaust þegar fréttamaður RUV sagði,- ...um það bil 10 óeinkennisklæddir lögreglubílar voru á ferðinni,- og síðan las ég þetta á Vísi.is ........Að lögregluaðgerðinni komu fjölmennt lið lögreglunnar á Fáskrúðsfirði.............. Mér vitanlega hefur nú aldrei verið gríðarlega fjölmennt lið lögreglu á Fáskrúðsfirði,- en efast þó ekki um að þeir hafi gengið fram af krafti þeir Óskar og Grétar.
Athugasemdir
Úff, það fer um mann ónotatilfinning, en Óskar og Grétar hafa örugglega verið á við her manns
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:31
Það misferst margt í meðhöndlun blaðamanna. Því þarf maður að hlusta á/lesa fréttir á gagnrýninn hátt eða þannig.
En þeir félagar Óskar og Grétar hafa örugglega verið á við marga
Steinvör (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 00:07
já.. og 8 -10 ómerktir lögreglubílar keyrðu hratt um götur bæjarins og stríðsástand á Fáskrúðsfirði.... og annað eftir þessu! og öll sváfum við og vissum bara það sama og aðrir landsmenn....
Gunna (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.