Öðruvísi mér áður brá
15.9.2007 | 13:02
Á mínum sokkabandsárum hefði ég nú hoppað hæð mína þrefalda að eiga afmæli á föstudegi ;) og aldeilis farið á djammið,- en nú þegar frúin er orðin svona gömul og grá þá óskaði hún eftir pitzzu a´la Bogi í kveldmat,- ( bara pizzubotn, þunnur og hálfbrakandi, hella yfir fullt af hvítlauksolíu, parmaskinka ofaná, klettasalat, böns af gróft rifnum parmasan og Maldonsalt........ummmmm) og rauðvínstár með. Börnin, Bogi og góðir gestir frá Blönduósi eyddu kveldinu með mér,- kertaljós,kaffi og grand eftir miðnætti og Eva og ég létum móðan mása til kl. 03:39.....
Takk fyrir mig
Athugasemdir
Hæ mín kæra
Til hamingju með daginn í gær og mömmu þína líka.
Ég sendi þér sms af kennaraþinginu og vona að þú hafir fengið það, hélt kannski að þú værir með nýtt símanúmer.
Kveðja að austan.
Jóhanna Kristín Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:18
Til hamingju með afmælið Helga min. Já það breytast áherslurnar með aldrinum. Þetta hefst með ferlega stóru kökupartýi síðan rólegheitum eins og þú lýsir og svo fer þetta út í baráttu um að leyna þessum degi og endar með því að maður "er að heiman" á afmælinu.
Góðar kveðjur frá Ísafirði og skilaðu bestu kveðjum til mömmu þinnar, hún er flottust.
Bryndís G Friðgeirsdóttir, 15.9.2007 kl. 19:12
Til hamingju með gærdaginn!
Líneik Anna (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 21:28
Til hamimgju með afmælið.
Hrefna Guðný (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:33
Til lukku með fyrradaginn!!! Mikið voðalega hljómar þessi Pizza girnileg
Helga Snædal (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 21:36
Til hamingju með afmælið á föstudaginn elskur kerlingin.
Hef bara ekki sest við tölvuna fyrr en nú, enda stór dagur hjá okkur líka. Við héldum 65 manna partý heima hjá okkur á laugardagskvöldið í tilefni af 40 árum bóndans. Það var geggjað! Tjald á pallinum, allir í góðu skapi, skemmtiatriði yndislegra vina, frábærar gjafir, Gestur við píanóið og Hemmi með gítarinn fram undir morgun. Óborganlega skemmtilegt allt saman!
Og nú er SIggi sem sagt búinn að ná okkur
Sigþrúður Harðardóttir, 16.9.2007 kl. 22:04
Sæl og blessuð og hamingjuóskir með afmælið sem er nú víst liðið ..en ég eyddi deginum þínum í að eltingarleik við rollurnar mínar.. mjög skemmtilegur dagur. Bestu kveðjur af Ströndum. Ragna
Ragna Popparadóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.