Tunguholt
7.9.2007 | 13:03
Í sveitinni á Fáskrúðsfirði var heimavistarskóli. Þangað fóru börnin frá 7 ára aldri og til 12 ára. Skipt var í yngri og eldri deild. 7-9 ára og 10-12 ára. Yngri deildin var í skólanum í 2 vikur og fór þá heim og eldri deildin var í 3 vikur og svona skipti voru allan veturinn. Ég get ekki sagt að þetta hafa verið draumastaðan,- man alltaf að ég þoldi ekki Stundina okkar því þá vissi ég að skólabíllinn færi að koma. Okkur leið svosem ekki illa held ég,- en samt. Þessi mynd er tekin á jólaskemmtun 1976. Þennan vetur strukum við í eldri deildinni og það er nú aldeilis saga að segja frá því........
En þekkið þið þetta mektarfólk?
Athugasemdir
Kannski þekki ég allt þetta fólk en kem ekki tveimur fyrir mér. Set hér inn nöfn.
Aftasta röð frá vinstri: Systurnar Jóhanna og Vilborg frá Þernunesi, Þ.Helga skólastýra, Karen Þórólfs, ??? finnst þetta vera Dalasvipur en veit ekki.
Miðröðin frá vinstri: Jónína frá Geststöðum, ????, Doddi frá Þernunesi, Albert frá Brimnesi, Simmi frá Geststöðum, Óskar bróðir Karenar.
Fremsta röðin frá vinstri: Man aldrei hver heitir hvað af stelpunum frá Hólagerði, ?????, Elsa frá Dölum, Halldóra frá Brimnesi og tvær systur frá Hólagerði.
Leiðréttu mig.
Jóhanna H (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 17:00
Þekki alla nema ekki viss um eina.
Dalasvipurinn sem Jóhanna kannast ekki við er Guðný í Dölum. Annað spurningamerki Jóhönnu er Steini á Brimnesi, fyrsta Hólagerðisstelpan er Olga, hjá henni (þriðja spurningarmerkið) er Fjóla Úlfarsdóttir á Eyri, Hólagerðissysturnar eru Ingibjörg og María (nú er ég ekki viss, heitir hún það ekki eða var það sú fjórða ?)
Steinvör (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:29
..sú fjórða heitir Stefanía.
Ef Elsa í Dölum er þarna.. er þá Lilla á Hafranesi ekki þarna einhvers staðar?
kv. Gunna Gunnars
Gunna (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 14:09
Efri röð frá vinstri.. Jóhanna á Þernunesi, Vilborg á Þernunesi, Helga prests, Karen Ingu, Guðný í Dölum. Miðröð frá v. Jónína á Gestsstöðum, Steini á Brimnesi, Doddi á þernunesi, Alli á Brimnesi, Simmi á Gesstöðum og Óskar Ingu. Fremsta röð frá vinstri,- Olga í Hólagerði, Fjóla á Vattarnesi ( dóttir Úlla frá Eyri...), Elsa í Dölum, Dóra á Brimnesi, Ingibjörg í Hólagerði og Guðný Pétursdóttir ( dóttir kennarans).
Hún Lilla hefur bara verið veik............
ég sjálf (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 19:27
Stelpurnar á Hafranesi voru örugglega ekki fluttar á Hafranes þegar Tunguholt var skólinn.
Steinvör (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:12
Já ég var í Tunguholti einn vetur :=) veit ekki alveg afhverju. Eitthvad hefur verid erfidara ad troda einhverju í hausinn á mér thví ég var baedi med yngri og eldri deild:=). Kvedja frá Spáni.
Tóta (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:50
Já ég var að spá í þessa stelpu að hún gæti verið ættuð frá Eyri, var frekar lík Úlfari, fyndið.
gaman að þessu
Jóhanna H (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 11:19
Man aðeins eftir þessu þegar þú segir það Tóta....hvaða ár varstu,- þ.e. hver var kennarinn ( þannig man kona hlutina) og hvers vegna varstu??
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.9.2007 kl. 15:23
Skemmtileg getraun, þekkti alla nema Guðnýju, Jónínu og kennaradótturina. Þekkti reyndar ekki Steina svona skeggjaðan en var búin að reikna út að þetta hlyti að vera hann :)
Kveðja frá Seyðó !
Jóna Björg (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:36
Já hmmm hvada ár, er of afsloppud til ad reikna en, Birgir var kennari og ástaedan fyrir veru minn hafdi eitthvad med thad ad gera hvad vid smullum illa saman ég og Óli Bergthórs held ég. Knús frá Benidorm.
Tóta (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.