Rómantíkin...hin eina sanna

 

Category_romanceÍ hverju felst rómantíkin?  Við þessari spurningu hafa margir spegúlantar reynt að finna svarið.  Hið eina sanna svar.  Nú er ég í þeim hóp,- og hef fundið sannleikann,- hið sanna svar við því hvað felst í rómantík.  Rómantík felst í því að hjón til 13 ára og 5 ára sambúðar að auki fara í vikuferðalag.  Þau fara til æskustöðva mannsins og dvelja þar í góðu yfirlæti hjá foreldrum hans í eina nótt,- skilja börnin sín tvö eftir þar í öruggum faðmi ömmu og afa og hjónakornin halda á vit ævintýranna í borg gleðinnar,- ja eða óttans.  Þar ráfa þau saman um misgóða outlet markaði og finna það út...saman...að þau eru mjög staðlaðir Íslendingar því hvorugt þeirra passar í nokkra flík á markaðnum.  Of lítil, eða of stór. Búið að selja allt það sem normalinn passar í .  Þannig að það er mjög rómantískt að fatta að saman eru þau normal ( þessu hefðu þau aldrei trúað, héldu alltaf að þau væru afskaplega sérstök !! ) en til að eyða e-hverjum aur er farið í lífstílsverslun á síðasta degi útsölu og keyptir 2 pakkar,- nei 10 pakkar af forláta kertum með 70 % afslætti.  Já, kerti eru rómantísk.  Saman fara hjónakornin og gæta barnabarnsins heila nótt.  Saman vaka þau og ganga um með barnið þegar það verður “móður”sjúkt og finnur ekki sanna huggun í faðmi afa eða ömmu. Barnið lærir þó að segja afa...afa og amm,- og það er mjög rómantíkst að heyra þau orð,- vansvefta saman.  Rómantísku hjónin fara síðan í bílskúrinn hjá mömmu hennar.  Já, þetta er rétt eins og í “gamla” daga, þegar verið var að finna hina og þessa staði til að fá frið á.  Og það er rómantískt að yfirfara gamla kassa, finna jólakjól frúarinnar frá 5 ára aldri ( enn með brunagatið á öxlinni, var keyptur í Ammeríku, rosa flottur) og hjartaverndarblöð sem pabbi hennar geymdi,- jól og hjörtu er virkilega rómantísk.  Og það er rómantískt þegar frúin gólar er kóngulóarvefur strýkst við vanga hennar og bóndinn kemur á stökki yfir kassana og gengur frá dreka...nei kóngulónni sem skefldi frú hans.  Hetjan.  Rómantískt er að bjarga spúsu sinni, og að vera bjargað ( auðvitað).   Svo var ekki mjög rómantískt að finna gamlar skólabækur útkrotaðar í nafni e-hvers annars stráks.....en þær fóru beint í ruslið og hetjan sá þær ekki.  Að fara í matarboð og kaffiboð hjá vinum og vandamönnum er líka mjög rómans,- silungur hér, pönnsur þar og lúða víðsvegar.  Fiskur er semsagt rómantískur, og í raun allt svona típískt íslenskt eins og bláberjasultan í pönnsunum.  Að sitja saman og spjalla við vinina, mjög rómantískt, þegar annað byrjar setningu og hitt endar hana.....ummmm, ( kannske ekki með rétta endinum, en só !!).  Rómantískt að horfa á ólétta konu, nýfædd börn og líta hvort á annað og hugsa....manstu.....( og svo örugglega,- nei,nei,ekki aftur ).  Að skoða nýbyggingar vinanna ( afhverju eru “allir” að byggja?) og ábyggilega öfunda þá saman, hjónakornin hafa nefnilega aldrei byggt, en standa þó í breytingum.......

Virkilega rómantískt að fara aftur á æskustöðvar hans og faðma börnin, og dásamlega rómantískt að vakna næsta dag við rifrildið í þeim.

 

Já, segið svo að lífið sé ekki ein allsherjar rómantík..........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mjög gaman að hitta ykkur (eftir ævintýra fallið mikla).......takk fyrir salatið.

Steinvör

steinvör (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband